Erlent

Átta ferðamenn féllu í gíslatökunni á Fillipseyjum

Gíslatökumaðurinn féll í árás sérsveitarmannanna.
Gíslatökumaðurinn féll í árás sérsveitarmannanna. Mynd/AP

Nú er ljóst að átta kínverskir ferðamenn létu lífið þegar fyrrverandi lögreglumaður réðst inn í rútu á Fillipseyjum og tók 24 í gíslingu í gær. Tveir eru enn alvarlega slasaðir. Gíslatökumaðurinn sem var 55 ára gamall krafðist þess að verða endurráðinn en hann var rekinn úr starfi fyrir tveimur árum. Maðurinn fullyrti að hann hefði verið borinn röngum sökum.

Sérsveitarmenn réðust til atlögu eftir að byssuskot heyrðust frá rútunni. Þá voru 15 um borð, en áður hafði níu gíslum verið sleppt. Gíslatökumaðurinn féll í árás sérsveitarmannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×