Erlent

Meintur njósnari fannst látinn í poka

Talið er að maður sem fannst myrtur í miðborg Lundúna á mánudag hafi verið njósnari á vegum bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6. Lík mannsins fannst í poka í baðherbergi íbúðar skammt frá höfuðstöðvum leyniþjónustunnar sem verst allra fregna af málinu. Lundúnarlögreglan fer með rannsókn málsins enn sem komið er.

Fram kemur á vef Sky-fréttastofunnar að maðurinn hafi verið á þrítugsaldri. Ekki liggur fyrir við hvað hann starfaði hjá utanríkisleyniþjónustunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×