Erlent

Hálshöggvin lík í Mexíkó

Lögregla segir morðin tengist innbyrðis átökum eins stærsta glæpagengis landsins.
Lögregla segir morðin tengist innbyrðis átökum eins stærsta glæpagengis landsins. Mynd/AFP

Lík fjögurra karlmanna fundust skammt frá vinsælum ferðmannastað efnaðra Mexíkóa í landinu í gærkvöldi. Líkin höfðu verið hálshöggvin, hengd fram af brú um öklana og á þau rituð skilaboð sem tengjast fíkniefnastríðinu sem hefur geisað í Mexíkó undanfarin ár með sífellt fleiri morðum og öðrum ofbeldisglæpum.

Málið tengist innbyrðis átökum eins stærsta glæpagengis landsins eftir að leiðtogi þess var drepinn í skotbardaga við hermenn í lok síðasta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×