Erlent

Vargöld í Mexíkó: Fundu 72 lík

Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið.
Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið. Mynd/AP
Tugir líka fundust í Mexíkó í gær. Talið er að fólkið hafi verið myrt í tengslum við átök um fíknefnamarkaðinn í landinu.

Til skotbardaga kom milli hermanna og glæpagengis á strjálbýlu svæði í norðurhluta Mexíkó í gær þar sem fjórir féllu, þar af einn hermaður. Skammt frá fundu hermenn lík 58 karla og 14 kvenna með skotskár. Ekki liggur fyrir hversu langt er síðan fólkið var myrt. Ofbeldisverkum fíkniefnagengja í Mexíkó fer stöðugt fjölgandi og er talið að morðin tengist átökum um fíkniefnamarkaðinn þar í landi.

Frá því að yfirvöld í Mexíkó hófu markvisst baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi árið 2006 hafi nærri 28 þúsund manns fallið. Lögreglan og herinn hafa lagt hald á 84 þúsund vopn á þessu tímabili sem og 400 milljónir dollara sem taldir eru gróði af fíkniefnaviðskiptum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×