Erlent

Á lífi eftir 17 daga innilokaðir í námu

Forsetinn með miðann frá námamönnunum í gær. Mynd/AP
Forsetinn með miðann frá námamönnunum í gær. Mynd/AP
Námamennirnir 33 sem lokuðust inni í námu í Chile fyrir rúmum hálfum mánuði eru á lífi. Það gæti tekið mánuði að ná mönnunum úr prísundinni.

Mennirnir lokuðust inni í kolanámunni á um 700 metra dýpi þegar hluti hennar hrundi. Vonir björgunarmanna um að finna námamennina á lífi höfðu dvínað þar sem ekkert hafði heyrst til þeirra í 17 daga.

Sebastian Pinera, forseti Chile, greindi frá því í gærkvöldi að mönnunum hefði tekist að koma skilaboðum eftir leiðslu til björgunarmanna um að þeir hefðu komist í neyðarskýli ogað líðan þeirra væri eftir atvikum góð.

Reynt verður að kom mat, vatni og öðrum nauðsynjum til mannanna en ljóst þykir að þeir eru ekki á leið heim til fjölskyldna sinna í bráð. Yfirmaður björgunaraðgerða á staðnum segir að það geti tekið fjóra mánuði að ná mönnunum aftur upp á yfirborðið. Bora þurfi göng sem eru að minnsta kosti 66 sentímetrar í þvermál og því varar hann við of mikilli bjartsýni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×