Erlent

Meinti njósnarinn myrtur fyrir hálfum mánuði

Frekari rannsóknir verða gerðar á líki mannsins sem fannst myrtur á heimili sínu miðborg Lundúna á mánudag og starfaði á vegum bresku utanríkisleyniþjónustunnar MI6. Enn er á huldu við hvað maðurinn, sem var 31 árs, starfaði hjá leyniþjónustunni en getgátur hafa verið um að hann hafi verið njósnari. Hann hafði verið færður til milli starfa en áður vann hann hjá deild sem annaðist hleranir. Lík mannsins fannst í poka í baðherbergi en talið er að allt að hálfur mánuður sé frá því að hann var myrtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×