Erlent

Leitað að bíræfnum málverkaþjófum

Sex milljarða króna málverk.
Sex milljarða króna málverk.

Málverk eftir Vincent Van Gogh sem metið er á um 6 milljarða hefur ekki enn komist í leitirnar. Talið er að bíræfnir þjófar hafi stolið verkinu.

Verkið var til sýnis í Mahmoud Khalil safninu í Kaíró. Í gær komust starfsmenn safnsins að því að verkið væri horfið. Myndin hafði verið skorin úr ramma sínum.

Lögreglan hefur aukið eftirlit sitt á flugvöllum og landamærum í Egyptalandi í von um að stöðva ræningjana en leitin að þjófunum hefur enn ekki borið árangur.

Reyndar lýsti menningarmálaráðherra Egyptalands, Farouk Hosni, því yfir í gær að verkið væri fundið en í dag sagðist hann hafa fengið rangar upplýsingar og leiðrétti mál sitt.

Einhver óheillaára virðist yfir þessu málverki Vincent Van Gogh. Myndin, sem er af gulum blómum í blómavasa, var einnig stolið af sama safni árið 1978 en fannst svo tveimur árum síðar í Kúvæt.

Málverkið er talið marka tímamót á ferli Vincent Van Goghs en hann málaði blómamyndina nýkominn frá Frakklandi árið 1886 þar sem hann hafði orðið fyrir miklum hughrifum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×