Erlent

Joly býður sig fram til forseta

Eva Joly hefur aðstoðað sérstakan saksóknara hér á landi við rannsóknir á hruninu.
Eva Joly hefur aðstoðað sérstakan saksóknara hér á landi við rannsóknir á hruninu.

Hin norsk/franska Eva Joly sem er hvað þekktust hér á landi fyrir ráðgjafastörf við embætti sérstaks saksóknara, er sögð ætla að bjóða sig fram til forseta Frakklands.

Joly situr á Evrópuþinginu fyrir hönd Græningja en hún mun hafa tilkynnt um framboðið á fundi flokksins í Nantes í Frakklandi í gær, að sögn Norska ríkissjónvarpsins. Þar mun hún líklega etja kappi við núverandi forseta landsins, Nicolas Sarkozy. Joly hefur setið á evrópuþinginu síðan 2009.

Annar íslandsvinur er einnig talinn líklegur til þess að blanda sér í slaginn, en það er Dominique Strass-Kahn framkvæmdarstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kosningarnar fara fram árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×