Erlent

Flokksskrifstofa rýmd vegna dufts í bréfi

Sex starfsmenn á skrifstofu danska jafnaðarmannaflokksins í Frederiksberg í Kaupmannahöfn hafa verið settir í einangrun eftir að bréf sem innihélt hvítt duft barst skrifstofunni í morgun. Flokksskrifstofan var rýmd og lokaði lögregla götum í grennd við skrifstofuna.

Á vef Berlingske Tidende segir að starfsmennirnir sýni engin einkenni sem gefi til kynna að um hættu sé að ræða en að þeim verði haldið í einangrun þangað til búið verður að greina duftið. Skrifstofan og nærliggjandi götum verður haldið lokað á meðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×