Fleiri fréttir Stríðið hófst með árás Georgíu Rannsóknarnefnd sem Evrópusambandið skipaði til þess að rannsaka stríðið milli Georgíu og Rússlands á síðasta ári segir að báðir aðilar hafi gerst sekir um brot. 30.9.2009 16:43 Öflugur skjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 7.9 á Richter-kvarðanum reið yfir Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín nærri höfuðborginni Padang á Vestur-Súmötru en þar búa um 800 þúsund manns. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust margar byggingar í borginni og óttast var að skjálftinn gæti framkallað flóðbylgur víða á Indlandshafi og voru viðvaranir verið gefnar út fyrir Indónesíu, Tæland og Malasíu. Þær voru afturkallaðar skömmu síðar. 30.9.2009 11:16 The Sun snýst á sveif með Íhaldsflokknum Breska dagblaðið The Sun hefur lýst yfir stuðningi við Íhaldsflokkinn í komandi þingkosningum og er yfirlýsingin álitin þungt högg fyrir Verkamannaflokkinn og Gordon Brown en The Sun hefur stutt flokk hans í síðustu þrennum kosningum. 30.9.2009 08:25 Innkalla milljónir bíla vegna gólfmottu Toyota í Bandaríkjunum mun innkalla tæplega fjórar milljónir bíla vegna hættulegra gólfmotta. 30.9.2009 08:07 Segja kenningar um höfuðkúpu Hitlers rugl Rússar mótmæla þeirri kenningu að Adolf Hitler hafi komist lífs af úr byrgi sínu vorið 1945 og að höfuðkúpa með skotgati sé ekki hans. 30.9.2009 07:37 Ofurgæsla vegna afmælis flokksins Öryggisgæsla í Peking, höfuðborg Kína, er gríðarleg um þessar mundir en á morgun fagnar Kommúnistaflokkurinn 60 ára afmæli sínu með heljarmikilli hersýningu og miklum skrúðgöngum um götur borgarinnar. 30.9.2009 07:35 Sjá fram á glæpaöldu í desember Lögreglan í Kaupmannahöfn óttast að glæpamenn muni vaða uppi óáreittir í desember þegar öll löggæsla borgarinnar mun snúast um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer þar 7. - 18. desember. 30.9.2009 07:31 Finna kynferðisafbrotamenn með símanum Ný tækni í iPhone-símum gerir Bandaríkjamönnum nú kleift að kalla fram upplýsingar um dæmda kynferðisafbrotamenn, sem búa í nágrenni við þá, með því einu að framkvæma einfalda aðgerð á símanum. 30.9.2009 07:30 Yfir 100 látnir á Samóa-eyjum Yfir eitt hundrað manns eru látnir og mörg hundruð slasaðir á Samóa-eyjum og Bandaríska-Samóa í Kyrrahafinu eftir að jarðskjálfti upp á 8,3 á Richter, varð þar í gærkvöldi. 30.9.2009 07:28 Fjórtán látnir vegna flóðbylgjunnar á Samóaeyjum Fjórtán hafa fundist látnir á Samóaeyjum í Kyrrahafinu eftir að flóðbylgju sem kom í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu. Þetta segir útvarpsfréttamaður sem staddur er á eyjunni í samtali við Reuters nú í kvöld. 29.9.2009 21:56 Mannfall eftir flóðbylgju í Kyrrahafi Talið er að einhverjir hafi látið lífið eftir að flóðbylgja skall á Samóaeyjar í kjölfar jarðskjálfta á hafsbotni skammt frá eyjunum í Kyrrahafi nú í kvöld. Jarðskjálftinn mældist um 8,0 á Richter. Það er Sky News sem greinir frá. 29.9.2009 19:11 Sjóræningjar handteknir við Sómalíu Sjóræningjar í Sómalíu stunda enn sína iðju þótt alþjóðlegur herskipafloti hafi valdið þeim talsverðum búsifjum. 29.9.2009 16:52 Háfleygar konur Það var stokkið fyrir málstaðinn í Kaliforníu um síðustu helgi. Eitthundrað áttatíu og ein kona setti þá heimsmet með því að spenna á sig fallhlíf og stökkva saman úr flugvélum. 29.9.2009 14:32 Réttað yfir rógberum í Frakklandi Dominique de Villepin fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands kom fyrir rétt í dag vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í ófrægingarherferð gegn Nicolas Sarkozy forseta, fyrir síðustu forsetakosningar. 29.9.2009 14:20 Smáhlutir Ingimars Bergmann seldust á uppboði Ýmsir smáhlutir sem voru í eigu sænska leikstjórans Ingimars Bergmann seldust fyrir samtals 320 milljónir íslenskra króna á uppboði í Stokkhólmi í gær. 29.9.2009 12:20 Á að myrða Barack Obama? Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú atkvæðagreiðslu sem sett var inn á Facebook um hvort rétt sé að myrða Barack Obama. 29.9.2009 11:22 Var í rétti - í fyrstu Dani á þrítugsaldri var handtekinn í bænum Bjæverskog á Sjálandi í gærkvöldi eftir að vörubílstjóri ók á bíl hans og var í órétti. 29.9.2009 08:34 Vilja að Bandaríkjamenn bíði með að leggja skutlunum Rússar vilja gjarnan að Bandaríkjamenn dragi það um nokkur ár að leggja geimskutluflota sínum. 29.9.2009 08:15 Lucy in the Sky látin Manneskjan, sem varð kveikjan að Bítlalaginu Lucy in the Sky with Diamonds, er látin. 29.9.2009 07:37 Tugmilljónir dollara í gámum Mexíkóskir og kólumbískir lögreglumenn hafa í samvinnu við bandaríska starfsbræður sína fundið samtals 41 milljón dollara í reiðufé, falið í nokkrum vöruflutningagámum sem allir voru á leið til Kólumbíu. 29.9.2009 07:32 Segir Obama marxista Fyrrum dægurlagasöngvarinn Andy Williams, sem einnig er harður repúblikani, ásakar Barack Obama Bandaríkjaforseta um að fylgja kenningum marxista og vilja koma amerísku þjóðfélagi á kné. 29.9.2009 07:30 Starbucks eyðileggur samskipti Starbucks-kaffihúsakeðjan dregur úr samskiptum milli fólks og eyðileggur eðlilegt samfélagslíf. Þetta fullyrðir sagnfræðiprófessor við Temple-háskólann í Fíladelfíu eftir að hafa rannsakað 425 Starbucks-kaffihús í níu löndum. 29.9.2009 07:28 Minnst 140 látnir og 32 saknað í Manila Tala látinna í flóðunum í Manila, höfuðborg Filippseyja, er komin upp í 140 en 32 er saknað. Óttast er að dauðsföllum eigi eftir að fjölga en rúmlega 450.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín og ferðast fólk og björgunarlið um borgina með bátum af öllum stærðum og gerðum. 29.9.2009 07:26 Rannsaka aukaverkanir af Aspartam-sætuefni Sérfræðingar Háskólans í Hull hafa hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum sætuefnisins Aspartam. 29.9.2009 00:45 Íranar sýna hvað þeir geta Íranski herinn skaut upp í tilraunaskyni flugskeyti af nýrri og fullkominni gerð, sem dregur nógu langt til að bæði Ísrael og bandarískar herstöðvar við Persaflóa eru í skotfæri. 29.9.2009 00:00 Líflátskönnun varðandi Obama fjarlægð Bandaríska leyniþjónustan rannsakar heldur ógeðfellda skoðanakönnun sem finna mátti á Facebook. Þar var spurt: Á að myrða Barack Obama, Bandaríkjaforseta? 28.9.2009 23:30 Minnst fimmtíu drepnir í Gíneu Hermenn hafa myrt yfir fimmtíu manns í vestur afríska ríkinu Gíneu í dag. Fimmtíu þúsund manns kom saman á fótboltavelli í höfuðborginni og mótmæltu framboði Moussa „Dadis" Camara. 28.9.2009 22:58 Heppnasta þorp Danmerkur Svo virðist sem óvenju margt heppið fólk búi í þorpinu Græsted í Danmörku. Græsted hefur verið útnefnd heppnasta þorp í landinu. 28.9.2009 12:13 Íranar skutu langdrægri flaug á loft Íranar skutu í morgun á loft langdrægri eldflaug af gerðinni Shahab 3 en þeirri flaug má skjóta allt að 2.000 kílómetra sem táknar að Ísrael og margar herstöðvar Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum eru innan færis hennar. 28.9.2009 08:42 Með derhúfu í dómsalnum Deila um klæðaburð lögmanns í réttarsal í New York í fyrra er orðin að dómsmáli. 28.9.2009 08:16 Októberhátíðir um allan heim Árleg októberhátíð Þjóðverja er hafin en bjórunnendur sem ekki hafa tök á að fara til Þýskalands geta heimsótt eins konar útibú hátíðarinnar víða um heim. 28.9.2009 08:07 Rændu peningum og fjölda skotvopna Tveir ræningjar í Albertslund í Kaupmannahöfn réðust inn á heimili sextugs manns á föstudaginn og neyddu hann til að afhenda sér lykla að rammgerðum skotvopnaskáp. 28.9.2009 07:36 Guardian fjallar um hrunið á Íslandi Ummæli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra í Kastljósi í fyrra, um að Íslendingar ætli sér ekki að greiða skuldir óreiðumanna, urðu meðal annars til þess að Bretar frystu eignir Landsbankans í skjóli hryðjuverkalaga, segir í grein í breska blaðinu Guardian í dag. 28.9.2009 07:34 106 ára gömul kona neitar að yfirgefa hjúkrunarheimili Hundrað og sex ára gömul kona, Louisa Watts, sem er fimmta elsta kona Bretlands, berst nú gegn því að vera flutt af hjúkrunarheimili í Wolverhampton sem til stendur að loka í sparnaðarskyni. 28.9.2009 07:29 Móðgaði Brown með spurningum um lyfjanotkun Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sármóðgaður út í Andrew Marr, helsta stjórnmálaskýranda BBC, eftir að Marr spurði hann í viðtali um helgina hvort hann notaði lyf til að komast gegnum daginn. 28.9.2009 07:28 83 látnir og margra saknað Að minnsta kosti 83 hafa látist og 23 er saknað eftir að fellibylurinn Ketsana gekk yfir norðurhluta Filippseyja. Flóðin á svæðinu eru þau mestu í fjóra áratugi. Rigningu kyngdi látlaust niður í einn sólarhring og var hún álíka mikil þennan sólahring og meðaltal alls septembermánaðar. Rúmlega 330 þúsund manns þurftu að glíma við afleiðingar fellibylsins. Þar af voru 59 þúsund manns flutt í um eitt hundrað skóla, kirkjur og önnur húsnæði. Margir íbúar misstu allar eigur sínar en voru engu að síður þakklátir fyrir að vera enn á lífi. „Við erum komin aftur á byrjunarreit,“ sagði einn íbúanna. 28.9.2009 06:30 Aukin pressa á Íransstjórn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir helgina einróma að „skapa skilyrði þess að heimurinn verði án kjarnorkuvopna“. 28.9.2009 05:30 Írar nú sáttari við Lissabon-sáttmálann Örlög Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi næsta föstudag. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi, eru góðar líkur til þess að samningurinn verði samþykktur. 28.9.2009 04:30 Pulitzer verðlaunahafi fellur frá William Safire pistlahöfundur og ræðuskrifari lést í dag á líknarheimili í Rockville. Banamein hans var ristilkrabbamein. Safire var kunnur pistlahöfundur. Hann hlaut Pulitzer blaðamannaverðlaunin árið 1978 og skrifaði pistla á hálfsmánaðarfresti í New York Times á árunum 1973 - 2005. 27.9.2009 22:00 Angela Merkel lýsti yfir sigri í kosningunum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum þar í landi. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, geta myndað stjórn með frjálsum demókrötum ef niðurstöður verða eins og fyrsta útgönguspá gefur til kynna. Sextíu og tvær milljónir manna eru á kjörskrá í Þýskalandi en kjörstöðum hefur verið lokað. 27.9.2009 19:25 Flugmaðurinn í þyrluráninu handtekinn Sænska lögreglan hefur handtekið þyrluflugmann úr þyrluráni sem framið var í Stokkhólmi á miðvikudaginn, eftir því sem fram kemur í blaðinu Expressen. Lögregluþjónar fóru í dag á heimili mannsins til að gera húsleit þar. Fleiri hafa verið handteknir í dag vegna málsins. 27.9.2009 14:13 Kosið í Þýskalandi í dag Kjörfundur hófst í Sambandsþingskosningunum í Þýskalandi klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma eða 8 að staðartíma. 62 milljónir manna eru á kjörskrá. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu vegna kosninganna, enda hafa alþjóða hryðjuverkasamtök hótað því að láta til skarar skríða í Þýskalandi í dag. Búist er við að Angela Merkel kanslari og flokkur hennar, kristilegir demókratar, beri sigur út býtum í þingkosningunum. 27.9.2009 10:04 Danskir sósíaldemókratar vilja banna vændiskaup Sósíaldemókratar í Danmörku vilja banna kaup á vændi með lögum líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á landsfundi Sósíaldemókrata í Álaborg í gær. 27.9.2009 08:00 Vilja vana kynferðisbrotamenn Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt lög um að kynferðisbrotamenn skuli vanaðir með lyfjum. Lögin eiga bæði við um þá sem eru dæmdir fyrir barnaníð og þá sem eru dæmdir fyrir nauðgun. Enn á eftir að samþykkja lögin í öldungadeild þingsins og þar á eftir mun forseti landsins þurfa að samykkja þau áður en þau taka gildi. 26.9.2009 21:30 Fimmtíu manns deyja vegna flóða á Fillippseyjum Að minnsta kosti 50 manns hafa látist og þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna mikilla rigninga í Fillipseyjum 26.9.2009 17:55 Sjá næstu 50 fréttir
Stríðið hófst með árás Georgíu Rannsóknarnefnd sem Evrópusambandið skipaði til þess að rannsaka stríðið milli Georgíu og Rússlands á síðasta ári segir að báðir aðilar hafi gerst sekir um brot. 30.9.2009 16:43
Öflugur skjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti sem mældist 7.9 á Richter-kvarðanum reið yfir Indónesíu fyrir stundu. Skjálftinn virðist hafa átt upptök sín nærri höfuðborginni Padang á Vestur-Súmötru en þar búa um 800 þúsund manns. Að sögn sjónarvotta eyðilögðust margar byggingar í borginni og óttast var að skjálftinn gæti framkallað flóðbylgur víða á Indlandshafi og voru viðvaranir verið gefnar út fyrir Indónesíu, Tæland og Malasíu. Þær voru afturkallaðar skömmu síðar. 30.9.2009 11:16
The Sun snýst á sveif með Íhaldsflokknum Breska dagblaðið The Sun hefur lýst yfir stuðningi við Íhaldsflokkinn í komandi þingkosningum og er yfirlýsingin álitin þungt högg fyrir Verkamannaflokkinn og Gordon Brown en The Sun hefur stutt flokk hans í síðustu þrennum kosningum. 30.9.2009 08:25
Innkalla milljónir bíla vegna gólfmottu Toyota í Bandaríkjunum mun innkalla tæplega fjórar milljónir bíla vegna hættulegra gólfmotta. 30.9.2009 08:07
Segja kenningar um höfuðkúpu Hitlers rugl Rússar mótmæla þeirri kenningu að Adolf Hitler hafi komist lífs af úr byrgi sínu vorið 1945 og að höfuðkúpa með skotgati sé ekki hans. 30.9.2009 07:37
Ofurgæsla vegna afmælis flokksins Öryggisgæsla í Peking, höfuðborg Kína, er gríðarleg um þessar mundir en á morgun fagnar Kommúnistaflokkurinn 60 ára afmæli sínu með heljarmikilli hersýningu og miklum skrúðgöngum um götur borgarinnar. 30.9.2009 07:35
Sjá fram á glæpaöldu í desember Lögreglan í Kaupmannahöfn óttast að glæpamenn muni vaða uppi óáreittir í desember þegar öll löggæsla borgarinnar mun snúast um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer þar 7. - 18. desember. 30.9.2009 07:31
Finna kynferðisafbrotamenn með símanum Ný tækni í iPhone-símum gerir Bandaríkjamönnum nú kleift að kalla fram upplýsingar um dæmda kynferðisafbrotamenn, sem búa í nágrenni við þá, með því einu að framkvæma einfalda aðgerð á símanum. 30.9.2009 07:30
Yfir 100 látnir á Samóa-eyjum Yfir eitt hundrað manns eru látnir og mörg hundruð slasaðir á Samóa-eyjum og Bandaríska-Samóa í Kyrrahafinu eftir að jarðskjálfti upp á 8,3 á Richter, varð þar í gærkvöldi. 30.9.2009 07:28
Fjórtán látnir vegna flóðbylgjunnar á Samóaeyjum Fjórtán hafa fundist látnir á Samóaeyjum í Kyrrahafinu eftir að flóðbylgju sem kom í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu. Þetta segir útvarpsfréttamaður sem staddur er á eyjunni í samtali við Reuters nú í kvöld. 29.9.2009 21:56
Mannfall eftir flóðbylgju í Kyrrahafi Talið er að einhverjir hafi látið lífið eftir að flóðbylgja skall á Samóaeyjar í kjölfar jarðskjálfta á hafsbotni skammt frá eyjunum í Kyrrahafi nú í kvöld. Jarðskjálftinn mældist um 8,0 á Richter. Það er Sky News sem greinir frá. 29.9.2009 19:11
Sjóræningjar handteknir við Sómalíu Sjóræningjar í Sómalíu stunda enn sína iðju þótt alþjóðlegur herskipafloti hafi valdið þeim talsverðum búsifjum. 29.9.2009 16:52
Háfleygar konur Það var stokkið fyrir málstaðinn í Kaliforníu um síðustu helgi. Eitthundrað áttatíu og ein kona setti þá heimsmet með því að spenna á sig fallhlíf og stökkva saman úr flugvélum. 29.9.2009 14:32
Réttað yfir rógberum í Frakklandi Dominique de Villepin fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands kom fyrir rétt í dag vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í ófrægingarherferð gegn Nicolas Sarkozy forseta, fyrir síðustu forsetakosningar. 29.9.2009 14:20
Smáhlutir Ingimars Bergmann seldust á uppboði Ýmsir smáhlutir sem voru í eigu sænska leikstjórans Ingimars Bergmann seldust fyrir samtals 320 milljónir íslenskra króna á uppboði í Stokkhólmi í gær. 29.9.2009 12:20
Á að myrða Barack Obama? Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú atkvæðagreiðslu sem sett var inn á Facebook um hvort rétt sé að myrða Barack Obama. 29.9.2009 11:22
Var í rétti - í fyrstu Dani á þrítugsaldri var handtekinn í bænum Bjæverskog á Sjálandi í gærkvöldi eftir að vörubílstjóri ók á bíl hans og var í órétti. 29.9.2009 08:34
Vilja að Bandaríkjamenn bíði með að leggja skutlunum Rússar vilja gjarnan að Bandaríkjamenn dragi það um nokkur ár að leggja geimskutluflota sínum. 29.9.2009 08:15
Lucy in the Sky látin Manneskjan, sem varð kveikjan að Bítlalaginu Lucy in the Sky with Diamonds, er látin. 29.9.2009 07:37
Tugmilljónir dollara í gámum Mexíkóskir og kólumbískir lögreglumenn hafa í samvinnu við bandaríska starfsbræður sína fundið samtals 41 milljón dollara í reiðufé, falið í nokkrum vöruflutningagámum sem allir voru á leið til Kólumbíu. 29.9.2009 07:32
Segir Obama marxista Fyrrum dægurlagasöngvarinn Andy Williams, sem einnig er harður repúblikani, ásakar Barack Obama Bandaríkjaforseta um að fylgja kenningum marxista og vilja koma amerísku þjóðfélagi á kné. 29.9.2009 07:30
Starbucks eyðileggur samskipti Starbucks-kaffihúsakeðjan dregur úr samskiptum milli fólks og eyðileggur eðlilegt samfélagslíf. Þetta fullyrðir sagnfræðiprófessor við Temple-háskólann í Fíladelfíu eftir að hafa rannsakað 425 Starbucks-kaffihús í níu löndum. 29.9.2009 07:28
Minnst 140 látnir og 32 saknað í Manila Tala látinna í flóðunum í Manila, höfuðborg Filippseyja, er komin upp í 140 en 32 er saknað. Óttast er að dauðsföllum eigi eftir að fjölga en rúmlega 450.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín og ferðast fólk og björgunarlið um borgina með bátum af öllum stærðum og gerðum. 29.9.2009 07:26
Rannsaka aukaverkanir af Aspartam-sætuefni Sérfræðingar Háskólans í Hull hafa hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum sætuefnisins Aspartam. 29.9.2009 00:45
Íranar sýna hvað þeir geta Íranski herinn skaut upp í tilraunaskyni flugskeyti af nýrri og fullkominni gerð, sem dregur nógu langt til að bæði Ísrael og bandarískar herstöðvar við Persaflóa eru í skotfæri. 29.9.2009 00:00
Líflátskönnun varðandi Obama fjarlægð Bandaríska leyniþjónustan rannsakar heldur ógeðfellda skoðanakönnun sem finna mátti á Facebook. Þar var spurt: Á að myrða Barack Obama, Bandaríkjaforseta? 28.9.2009 23:30
Minnst fimmtíu drepnir í Gíneu Hermenn hafa myrt yfir fimmtíu manns í vestur afríska ríkinu Gíneu í dag. Fimmtíu þúsund manns kom saman á fótboltavelli í höfuðborginni og mótmæltu framboði Moussa „Dadis" Camara. 28.9.2009 22:58
Heppnasta þorp Danmerkur Svo virðist sem óvenju margt heppið fólk búi í þorpinu Græsted í Danmörku. Græsted hefur verið útnefnd heppnasta þorp í landinu. 28.9.2009 12:13
Íranar skutu langdrægri flaug á loft Íranar skutu í morgun á loft langdrægri eldflaug af gerðinni Shahab 3 en þeirri flaug má skjóta allt að 2.000 kílómetra sem táknar að Ísrael og margar herstöðvar Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum eru innan færis hennar. 28.9.2009 08:42
Með derhúfu í dómsalnum Deila um klæðaburð lögmanns í réttarsal í New York í fyrra er orðin að dómsmáli. 28.9.2009 08:16
Októberhátíðir um allan heim Árleg októberhátíð Þjóðverja er hafin en bjórunnendur sem ekki hafa tök á að fara til Þýskalands geta heimsótt eins konar útibú hátíðarinnar víða um heim. 28.9.2009 08:07
Rændu peningum og fjölda skotvopna Tveir ræningjar í Albertslund í Kaupmannahöfn réðust inn á heimili sextugs manns á föstudaginn og neyddu hann til að afhenda sér lykla að rammgerðum skotvopnaskáp. 28.9.2009 07:36
Guardian fjallar um hrunið á Íslandi Ummæli Davíðs Oddssonar þáverandi seðlabankastjóra í Kastljósi í fyrra, um að Íslendingar ætli sér ekki að greiða skuldir óreiðumanna, urðu meðal annars til þess að Bretar frystu eignir Landsbankans í skjóli hryðjuverkalaga, segir í grein í breska blaðinu Guardian í dag. 28.9.2009 07:34
106 ára gömul kona neitar að yfirgefa hjúkrunarheimili Hundrað og sex ára gömul kona, Louisa Watts, sem er fimmta elsta kona Bretlands, berst nú gegn því að vera flutt af hjúkrunarheimili í Wolverhampton sem til stendur að loka í sparnaðarskyni. 28.9.2009 07:29
Móðgaði Brown með spurningum um lyfjanotkun Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sármóðgaður út í Andrew Marr, helsta stjórnmálaskýranda BBC, eftir að Marr spurði hann í viðtali um helgina hvort hann notaði lyf til að komast gegnum daginn. 28.9.2009 07:28
83 látnir og margra saknað Að minnsta kosti 83 hafa látist og 23 er saknað eftir að fellibylurinn Ketsana gekk yfir norðurhluta Filippseyja. Flóðin á svæðinu eru þau mestu í fjóra áratugi. Rigningu kyngdi látlaust niður í einn sólarhring og var hún álíka mikil þennan sólahring og meðaltal alls septembermánaðar. Rúmlega 330 þúsund manns þurftu að glíma við afleiðingar fellibylsins. Þar af voru 59 þúsund manns flutt í um eitt hundrað skóla, kirkjur og önnur húsnæði. Margir íbúar misstu allar eigur sínar en voru engu að síður þakklátir fyrir að vera enn á lífi. „Við erum komin aftur á byrjunarreit,“ sagði einn íbúanna. 28.9.2009 06:30
Aukin pressa á Íransstjórn Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir helgina einróma að „skapa skilyrði þess að heimurinn verði án kjarnorkuvopna“. 28.9.2009 05:30
Írar nú sáttari við Lissabon-sáttmálann Örlög Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi næsta föstudag. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var fyrir helgi, eru góðar líkur til þess að samningurinn verði samþykktur. 28.9.2009 04:30
Pulitzer verðlaunahafi fellur frá William Safire pistlahöfundur og ræðuskrifari lést í dag á líknarheimili í Rockville. Banamein hans var ristilkrabbamein. Safire var kunnur pistlahöfundur. Hann hlaut Pulitzer blaðamannaverðlaunin árið 1978 og skrifaði pistla á hálfsmánaðarfresti í New York Times á árunum 1973 - 2005. 27.9.2009 22:00
Angela Merkel lýsti yfir sigri í kosningunum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum þar í landi. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, geta myndað stjórn með frjálsum demókrötum ef niðurstöður verða eins og fyrsta útgönguspá gefur til kynna. Sextíu og tvær milljónir manna eru á kjörskrá í Þýskalandi en kjörstöðum hefur verið lokað. 27.9.2009 19:25
Flugmaðurinn í þyrluráninu handtekinn Sænska lögreglan hefur handtekið þyrluflugmann úr þyrluráni sem framið var í Stokkhólmi á miðvikudaginn, eftir því sem fram kemur í blaðinu Expressen. Lögregluþjónar fóru í dag á heimili mannsins til að gera húsleit þar. Fleiri hafa verið handteknir í dag vegna málsins. 27.9.2009 14:13
Kosið í Þýskalandi í dag Kjörfundur hófst í Sambandsþingskosningunum í Þýskalandi klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma eða 8 að staðartíma. 62 milljónir manna eru á kjörskrá. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu vegna kosninganna, enda hafa alþjóða hryðjuverkasamtök hótað því að láta til skarar skríða í Þýskalandi í dag. Búist er við að Angela Merkel kanslari og flokkur hennar, kristilegir demókratar, beri sigur út býtum í þingkosningunum. 27.9.2009 10:04
Danskir sósíaldemókratar vilja banna vændiskaup Sósíaldemókratar í Danmörku vilja banna kaup á vændi með lögum líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á landsfundi Sósíaldemókrata í Álaborg í gær. 27.9.2009 08:00
Vilja vana kynferðisbrotamenn Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt lög um að kynferðisbrotamenn skuli vanaðir með lyfjum. Lögin eiga bæði við um þá sem eru dæmdir fyrir barnaníð og þá sem eru dæmdir fyrir nauðgun. Enn á eftir að samþykkja lögin í öldungadeild þingsins og þar á eftir mun forseti landsins þurfa að samykkja þau áður en þau taka gildi. 26.9.2009 21:30
Fimmtíu manns deyja vegna flóða á Fillippseyjum Að minnsta kosti 50 manns hafa látist og þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna mikilla rigninga í Fillipseyjum 26.9.2009 17:55