Erlent

Vilja vana kynferðisbrotamenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá Varsjá, höfuðborg Póllands. Pólland verður fyrsta landið í ESB þar sem vönun verður leidd í lög. Mynd/ AFP.
Frá Varsjá, höfuðborg Póllands. Pólland verður fyrsta landið í ESB þar sem vönun verður leidd í lög. Mynd/ AFP.
Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt lög um að kynferðisbrotamenn skuli vanaðir með lyfjum. Lögin eiga bæði við um þá sem eru dæmdir fyrir barnaníð og þá sem eru dæmdir fyrir nauðgun. Enn á eftir að samþykkja lögin í öldungadeild þingsins og þar á eftir mun forseti landsins þurfa að samþykkja þau áður en þau taka gildi.

Gangi málið eftir verður Pólland fyrsta landið innan Evrópusambandsins þar sem vönun með lyfjum verður leidd í lög. Frá þessu er sagt í pólskum fjölmiðlum, Der Spiegel og á vef DR, danska ríkisútvarpsins.

Lyfjavönun felst í því að testósterómagn í blóðinu er lækkað með lyfjum og minnkar það kynlöngun viðkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×