Erlent

Réttað yfir rógberum í Frakklandi

Óli Tynes skrifar
Dominique de Villepin kemur í dómshúsið í dag.
Dominique de Villepin kemur í dómshúsið í dag. Mynd/AP

Dominique de Villepin fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands kom fyrir rétt í dag vegna ásakana um að hann hafi tekið þátt í ófrægingarherferð gegn Nicolas Sarkozy forseta, fyrir síðustu forsetakosningar.

Skýrslu var lekið til yfirvalda fyrir kosningarnar þar sem því var haldið fram að Sarkozy og ýmsir fleiri framámenn hefðu þegið mútur í tengslum við sölu á herskipum til Taiwans. Í ljós kom að skýrslan var fölsuð.

Villepin er sakaður um að hafa fyrirskipað rannsókn á málinu eftir að hann vissi að skýrslan var fölsuð, til þessað koma höggi á Sarkozy fyrir forsetakosningarnar. Fleiri hafa verið kærðir vegna þessa máls en Villepin segist vera saklaus.

Í réttarhöldunum er ætlunin að finna rógberana og koma lögum yfir þá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×