Erlent

Pulitzer verðlaunahafi fellur frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Safire ásamt George Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Safire ásamt George Bush fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
William Safire pistlahöfundur og ræðuskrifari lést í dag á líknarheimili í Rockville. Banamein hans var ristilkrabbamein. Safire var kunnur pistlahöfundur. Hann hlaut Pulitzer blaðamannaverðlaunin árið 1978 og skrifaði pistla á hálfsmánaðarfresti í New York Times á árunum 1973 - 2005.

Safire studdi Bill Clinton í forsetakosningunum 1992 en snerist svo gegn honum, einkum vegna pólitískra skoðana eiginkonu Bills. Safire var á meðal hörðustu fylgismanna Íraksstríðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×