Erlent

Kosið í Þýskalandi í dag

Kjörfundur hófst í Sambandsþingskosningunum í Þýskalandi klukkan 6 í morgun að íslenskum tíma eða 8 að staðartíma. 62 milljónir manna eru á kjörskrá.

Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu vegna kosninganna, enda hafa alþjóða hryðjuverkasamtök hótað því að láta til skarar skríða í Þýskalandi í dag. Búist er við að Angela Merkel kanslari og flokkur hennar, kristilegir demókratar, beri sigur út býtum í þingkosningunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×