Erlent

Var í rétti - í fyrstu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Dani á þrítugsaldri var handtekinn í bænum Bjæverskog á Sjálandi í gærkvöldi eftir að vörubílstjóri ók á bíl hans og var í órétti. Réttarstaðan breyttist þó fljótt eftir að sá sem ekið var á grýtti steini í framrúðu vörubílsins og gekk þvínæst í skrokk á vörubílstjóranum. Lögregla kom á staðinn í tæka tíð og handtók manninn sem reyndist bæði vera undir áhrifum áfengis og amfetamíns. Þar að auki fann lögregla tæp 20 grömm af amfetamíni á manninum sem reynist að öllum líkindum ekki vera í rétti eftir áreksturinn heldur bíður ákæru fyrir líkamsárás, skemmdarverk og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×