Erlent

Sjóræningjar handteknir við Sómalíu

Óli Tynes skrifar
Tyrkir sauma að sjóræningjunum.
Tyrkir sauma að sjóræningjunum. Mynd/AP

Sjóræningjar í Sómalíu stunda enn sína iðju þótt alþjóðlegur herskipafloti hafi valdið þeim talsverðum búsifjum.

Um síðustu helgi handtóku tyrkneskir sjóliðar sjö sjóræningja eftir að hjálparbeiðni barst frá skipti sem þeir gerðu sig líklega til að ráðast á.

Sjóræningjarnir gáfust upp án mótspyrnu enda voru Tyrkirnir ekki árennilegir þar sem þeir komu gráir fyrir járnum á mikilli ferð á hraðbát frá freigátu sinni.

Sjóræningjarnir eru annars vel búnir vopnum. Þeir ráða yfir bæði hríðskotarifflum, eldflaugum og handsprengjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×