Erlent

Fimmtíu manns deyja vegna flóða á Fillippseyjum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gloria Arroyo, forseti Fillipseyja, kallar eftir stillingu. Mynd/ AFP.
Gloria Arroyo, forseti Fillipseyja, kallar eftir stillingu. Mynd/ AFP.
Að minnsta kosti 50 manns hafa látist og þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna mikilla rigninga í Fillippseyjum.

Fullyrt á fréttavef BBC að einn bær í landinu sé algerlega á kafi í vatni. Þá hafi rafmagn verið tekið af hluta höfuðborgarinnar Manilla, þar sem hundruð mann eru fastir á húsþökum.

Ríkisstjórnin hefur lýst yfir neyðarástandi og gefið heimild til að fé úr neyðarsjóðum ríkisins verði beitt til að fást við ástandið. Á sex tímum fyrr í dag rigndi álíka mikið og rignir á sex mánaða tímabili að meðaltali.

Gloria Arroyo, forseti Fillipseyja, hefur ávarpað þjóð sína og beðið hana um að sýna stillingu þrátt fyrir náttúruhamfarirnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×