Erlent

Ofurgæsla vegna afmælis flokksins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Lögreglumenn, gráir fyrir járnum, standa vörð úti á götu.
Lögreglumenn, gráir fyrir járnum, standa vörð úti á götu. MYND/Reuters

Öryggisgæsla í Peking, höfuðborg Kína, er gríðarleg um þessar mundir en á morgun fagnar Kommúnistaflokkurinn 60 ára afmæli sínu með heljarmikilli hersýningu og miklum skrúðgöngum um götur borgarinnar. Það var 1. október 1949 sem Mao Zedong lýsti Kína alþýðulýðveldi og stofnaði flokkinn um leið. Lögregla og öryggisverðir eru þegar á verði um alla borgina en óttast er að mannréttindasinnar noti hátíðarhöldin til að koma mótmælum á framfæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×