Fleiri fréttir Íranir undir miklum þrýstingi á G20 fundinum Íranir hafa komið sér upp aðstöðu til auðgunar úrans í leynilegri tilraunastöð. Barack Obama sagði í ræðu sinni á G20 fundinum sem hófst í Pittsburgh í Bandaríkunum í dag að skýlaus krafa væri uppi um að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fái að rannsaka stöðina. 25.9.2009 14:40 Sjóræningjar láta enn til skarar skríða Sómalskir sjóræningjar ruddustu um borð í skip sem var á leið til höfuðborgarinnar Mogadishu og skutu skipstjórann til bana. Skipstjórinn, sem var frá Alsír hafði neitað að verða við skipunum ræningjanna um að breyta um stefnu á skipinu að sögn sómalskra yfirvalda. 25.9.2009 13:11 Mjaðmaaðgerðir kostnaðarsamar fyrir breska skattgreiðendur Einn af hverjum fimm Bretum, sem gengst undir mjaðmaaðgerð á breskum einkasjúkrahúsum og stofum, þarf á nýrri aðgerð eða viðgerð að halda, innan við þremur árum eftir aðgerð. Margar hinna síðari aðgerða eru framkvæmdar á opinberum sjúkrahúsum með miklum kostnaði fyrir breska skattgreiðendur. 25.9.2009 12:22 Áður óbirt myndband með Jackson Áður óbirt myndband, sem sýnir Michael Jackson heitinn æfa flutning lagsins This is it, hefur nú litið dagsins ljós. 25.9.2009 09:03 Vopnabrak og gnýr á G20-fundi Táragas og tuddaskapur einkenndu upphaf hins svokallaða G20-fundar í Pittsburgh sem hófst í gær. 25.9.2009 08:54 Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. 25.9.2009 06:00 Vekur vonir um sigur á AIDS Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna segja að tilraunir í Taílandi með nýtt bóluefni gegn alnæmi hafi gengið vel og lofi mjög góðu. 25.9.2009 06:00 Obama vill lesa betri dagblöð Forseti Bandaríkjanna hefur hug á að gera lagafrumvarp til að auðvelda dagblöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir. Til greina mun koma að dagblöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóðaskyni. 25.9.2009 03:30 Obama fellst loksins á að hitta Gordon Brown Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur loksins fallist á að hitta Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir margítrekaðar tilraunir til þess að koma á fundi með þeim. 25.9.2009 23:22 Framleiðandi AK-47 á leið á hausinn Stærsti vopnaframleiðandi Rússlands sem kallast Izhmash stendur frammi fyrir gjaldþroti. Fyrirtækið er þekktast fyrir að framleiða Kalashnikov vélbyssuna sem einnig er þekkt undir nafninu AK-47. AK-47 er útbreiddasta vélbyssa sögunnar og hefur hún komið við sögu í flestum ef ekki öllum stríðum sem háð hafa verið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. 24.9.2009 10:48 Íslenskur þorskur í úrslitum í Bretlandi Spennan er heldur betur farin að magnast í keppninni um besta „Fish ´n´Chips“ staðinn í Bretlandi. Nú eru einungis sex staðir eftir í keppninni en flestir hafa sterkar skoðanir á því hvernig best sé að útbúa þennan þjóðarrétt Breta. 24.9.2009 10:19 Nýtt bóluefni gegn alnæmi dregur úr líkum á sýkingu Nýtt bóluefni hefur fundist gegn alnæmi sem dregur úr líkum á sýkingu af völdum þessa sjúkdóms. Bóluefnið er enn á tilraunastigi en fyrstu niðurstöður benda til að það minnki líkur á sýkingu um þriðjung. 24.9.2009 08:35 Sádi-Arabar bjóða bæði kyn velkomin í háskóla Sádi-Arabar hafa opnað sinn fyrsta háskóla sem stendur stúdentum af báðum kynjum opinn. 24.9.2009 08:08 Níu ára fangelsi fyrir skotárás á McDonald's Félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum í Danmörku og tveir menn sem bíða inngöngu í samtökin hafa verið dæmdir í níu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar þeir gerðu skotárás á þrjá menn úr annarri vélhjólaklíku á McDonald's-stað í Árósum fyrir tæpu ári. 24.9.2009 07:35 Nýjar smyglleiðir frá Mexíkó Mexíkóskir smyglarar leita sífellt nýrra leiða til að koma ólöglegum innflytjendum og fíkniefnum til Bandaríkjanna og nýjasta aðferð þeirra er að sigla meðfram Kyrrahafsströndinni frá Mexíkó og taka land á fáförnum slóðum á strandlengju Kaliforníu. 24.9.2009 07:24 Indverjar finna vatn á tunglinu Indverjar hafa fundið vatn á tunglinu, fyrstir manna. Þetta gerðist í fyrsta tunglleiðangri þeirra en þar var á ferð ómannað könnunarfar með búnað sem sérstaklega var ætlað að leita að ummerkjum um vatn. 24.9.2009 07:22 Mafíukrókódíll upptækur Lögregla í Napólí á Ítalíu gerði krókódíl í eigu mafíuforingjans Sergio Di Mauro upptækan við húsleit á heimili hans í síðustu viku. 24.9.2009 07:18 Páfi heimsækir Breta á næsta ári Benedikt XVI páfi heldur í opinbera heimsókn til Bretlands á næsta ári og verður það í fyrsta sinn síðan 1982 sem páfi heimsækir landið. 24.9.2009 07:17 Verðið lækkar erlendis Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tæp fjögur prósent og fór undir sjötíu dali á tunnu í gær eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið birti vikulega tölur um olíubirgðir í landinu. 24.9.2009 06:00 Þyrlan hafði takmarkaða burðargetu Þyrlan sem notuð var við að ræna peningageymslu öryggisfyrirtækis í Svíþjóð í morgun hafði mjög takmarkaða burðargetu. Aram Rubinstein, sem er þyrluflugmaður og rekur þyrluflugþjónustu, telur að hún hafi getað borið um 100 kíló af peningaseðlum sem gæti samsvarað 45 milljónum sænskra króna eða um 810 milljónum íslenskra króna. Þyrlan var af gerðinni Bell 206. 23.9.2009 23:04 Obama að ávarpa allsherjarþing SÞ Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf fyrir stundu fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir. Ræðan hófst klukkan hálftvö að íslenskum tíma og er búist við því að forsetinn muni afra yfir aðgerðir Bandaríkjamanna til þess að takast á við alheimskreppuna auk þess sem búist er við því að Obama lýsi þeirri viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í Hvíta húsinu gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá því hann tók við. 23.9.2009 13:45 Líklegt að ræningjarnir í Svíþjóð hafi hlotið herþjálfun Sænska lögreglan telur að þyrluflugmaðurinn sem tók þátt í að ræna peningageymslu öryggisfyrirtækis í morgun hafi hlotið herþjálfun. Þá leikur einnig grunur á að einn ræningjanna sé starfsmaður öryggisfyrirtækisins. 23.9.2009 12:33 Fjórir ræningjar á þyrlu sneru á sænsku lögregluna Djarfir ræningjar á þyrlu sprengdu upp peningageymslu öryggisfyrirtækis og nældu sér í óþekkta peningaupphæð í Västberga í Stokkhólmi snemma í morgun. 23.9.2009 08:44 Bréf Hitlers, Churchills og fleiri til sýnis í New York Bréf frá Adolf Hitler, þar sem fyrirskipað er að Berlín skuli varin meðan nokkur maður stendur uppi, er meðal muna á sýningu stríðsgrúskara nokkurs í New York. 23.9.2009 08:30 Jarðneskar leifar úr Trójustríðinu Fornleifafræðingar í Tyrklandi hafa fundið jarðneskar leifar fólks sem talið er að hafi dáið í Trójustríðinu 1.200 árum fyrir Krists burð. 23.9.2009 08:25 Sydney hulin rykmekki Glórulaus rykstormur fer nú um austurhluta Ástralíu, þar á meðal Sydney, en þar sáu menn varla milli húsa í morgun. Slíkir stormar eru ekki óalgengir í Ástralíu en eru oftast meira inn til landsins. 23.9.2009 08:19 Skógareldar í Kaliforníu á ný Enn á ný geisa skógareldar í Kaliforníu og fengu tveir slökkviliðsmenn reykeitrun í gær þegar þeir börðust við elda í suðvesturhluta ríkisins. 23.9.2009 08:15 Skotbardagi við landamæri Mexíkó Hliðinu við San Ysidro, sem eru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er í Kaliforníu Bandaríkjamegin, var lokað í nokkrar klukkustundir í gær eftir að skotbardagi braust þar út. 23.9.2009 08:08 Sjö látnir í flóðum í Georgíu Sjö eru látnir í miklum flóðum í norðurhluta Georgíuríkis í Bandaríkjunum en miklar rigningar hafa valdið því að Chattahoochee-áin hefur flætt yfir bakka sína, kaffært um þúsund heimili og slegið út rafmagni hjá alls 30.000 manns. 23.9.2009 07:34 Irina Bokava stýrir UNESCO Frakkland, AP Irina Bokava, sendiherra Búlgaríu í Frakklandi, verður næsti framkvæmdastjóri UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 23.9.2009 03:30 Jarðýtum beitt á búðir flóttamanna Franska lögreglan réðst í gærmorgun til atlögu gegn ólöglegum búðum flóttamanna, sem höfðu komið sér fyrir skammt frá borginni Calais við Ermarsund, í þeirri von að komast yfir til Englands um Ermarsundsgöngin. 23.9.2009 03:30 Öryggisgæsla hert í Þýskalandi vegna al-Qaeda Öryggisgæsla hefur verið hert í Þýskalandi vegna myndskeiða sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa birt. Á myndskeiðunum hótar al-Qaeda árásum dragi Þjóðverjar ekki herlið sitt til baka frá Afganistan. Kosið er í Þýskalandi á sunnudag en einungis einn flokkur, Vinstri, er fylgjandi því að herlið Þjóðverða verði samstundis kvatt heim. 22.9.2009 23:25 Danir eru bjartsýnir þrátt fyrir kreppu Þrátt fyrir að Danir hafi orðið fyrir barðinu á alheimskreppunni eins og íbúar í flestum öðrum þjóðum heims eru viðhorf þeirra til framtíðarinnar mjög jákvæð. Þetta sýnir rannsókn um viðhorf Dana til framtíðarinnar, sem Capacent rannsóknir gerðu fyrir Rauða krossinn í Danmörku. 22.9.2009 21:42 Myrti konu sína og fimm börn Mesac Damas, 33 ára gamall karlmaður, hefur verið kærður fyrir morð á eiginkonu sinni og fimm börnum. 22.9.2009 20:18 Kynlífsþyrstir Norðmenn streyma til Danmerkur Þann 1. janúar síðastliðinn var gert ólöglegt að kaupa kynlífsþjónustu í Noregi. Norska blaðið Verdens Gang telur að eftir að þessi lög hafi þýtt aukin uppgrip fyrir eigendur pútnahúsa á norðurhluta Jótlands því kynlífsþyrstir Norðmenn streymi yfir landamærin. 22.9.2009 19:54 Hermenn tvístruðu mótmælendum í Hondúras Hermenn í Hondúras tvístruðu í dag hópi mótmælenda sem höfðu tekið sér stöðu fyrir framan sendiráð Brasilíu í höfuðborginni Tegucigalpa. Mótmælendurnir eru stuðningsmenn hins burtrekna fyrrverandi forseta landsins Manuel Zelaya sem fyrr á árinu var steypt af stóli af hernum. 22.9.2009 14:10 Æðstapresti Jedi reglunnar hent út úr stórmarkaði Stofnandi Jedi kirkjunnar sem styðst við trúar- og lífsskoðanir Jedi riddaranna í Star Wars myndunum íhugar nú að fara í mál við Tesco verslanakeðjuna í Bretlandi. Æðstipresturinn Daniel Jones, 23 ára gamall maður frá Wales, sem einnig gengur undir nafninu Morda Hehol, segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við öryggisverði Tesco. Þeir hentu honum út úr búðinni vegna þess að hann neitaði að fara úr skikkjunni sem allir sannir Jedi meistarar ganga ævinlega í. 22.9.2009 13:26 Bann við reykingum á opinberum stöðum hefur dregið úr hjartaáföllum Bann við reykingum á opinberum stöðum, Bretlandi og Bandaríkjunum, þykir hafa dregið til muna úr hjartaáföllum. 22.9.2009 13:15 Bretar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming Bresk flugmálayfirvöld hafa einsett sér að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming árið 2050. Þetta fullyrðir Willie Walsh, stjórnarformaður British Airways, og hyggst hann kynna framkvæmd þessa umhverfisátaks nánar á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem verður undanfari stóru loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember. 22.9.2009 12:50 Vill benda enda á stríðið í Afganistan Bandarískur þingmaður telur að Bandaríkin verði að binda enda á stríðið í Afganistan. Hyggist Obama forseti „vinna" stríðið, þá verði átökin í Afganistan annað Víetnam. 22.9.2009 12:47 Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk í Suður-Afríku Sendiráði Bandaríkjanna í Suður Afríku og öllum öðrum skrifstofum á vegum Bandaríkjanna í landinu var lokað í dag. Grunur er sagður leika á yfirvofandi hryðjuverkaárás en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar. 22.9.2009 10:25 Árs fangelsi fyrir að geyma látna móður Rúmlega sextug kona í Flórída hefur verið dæmd til eins árs og eins dags fangelsisvistar fyrir að hafa geymt lík móður sinnar á heimili sínu í sex ár og hirt ellilífeyri hennar á meðan, alls um 230.000 dollara. 22.9.2009 08:16 Kókaíni mokað til Evrópu gegnum Afríku Kólumbískir og mexíkóskir eiturlyfjahringir hafa fært út kvíarnar og komið sér upp bækistöðvum í ýmsum Vestur-Afríkuríkjum til að auðvelda flutning kókaíns á evrópskan markað. Gínea-Bissau og hin svonefnda Gullströnd hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á kókaínflutningum og er nú svo komið að Gullströndin er uppnefnd Kókströndin. 22.9.2009 08:15 Ekkert að vera að skíta Sovétríkin út, takk Veitingastaður í Moskvu, sem gekk undir nafninu And-Sovétríkin, eða Anti-Sovetskaya, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú einfaldlega Sovetskaya, eða Sovétríkin. 22.9.2009 07:22 Zelaya kominn aftur til Hondúras Manuel Zelaya, hinn útlægi forseti Hondúras, hefur snúið til baka til heimalandsins og lokað sig inni í brasilíska sendiráðinu þar. 22.9.2009 07:19 Sjá næstu 50 fréttir
Íranir undir miklum þrýstingi á G20 fundinum Íranir hafa komið sér upp aðstöðu til auðgunar úrans í leynilegri tilraunastöð. Barack Obama sagði í ræðu sinni á G20 fundinum sem hófst í Pittsburgh í Bandaríkunum í dag að skýlaus krafa væri uppi um að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fái að rannsaka stöðina. 25.9.2009 14:40
Sjóræningjar láta enn til skarar skríða Sómalskir sjóræningjar ruddustu um borð í skip sem var á leið til höfuðborgarinnar Mogadishu og skutu skipstjórann til bana. Skipstjórinn, sem var frá Alsír hafði neitað að verða við skipunum ræningjanna um að breyta um stefnu á skipinu að sögn sómalskra yfirvalda. 25.9.2009 13:11
Mjaðmaaðgerðir kostnaðarsamar fyrir breska skattgreiðendur Einn af hverjum fimm Bretum, sem gengst undir mjaðmaaðgerð á breskum einkasjúkrahúsum og stofum, þarf á nýrri aðgerð eða viðgerð að halda, innan við þremur árum eftir aðgerð. Margar hinna síðari aðgerða eru framkvæmdar á opinberum sjúkrahúsum með miklum kostnaði fyrir breska skattgreiðendur. 25.9.2009 12:22
Áður óbirt myndband með Jackson Áður óbirt myndband, sem sýnir Michael Jackson heitinn æfa flutning lagsins This is it, hefur nú litið dagsins ljós. 25.9.2009 09:03
Vopnabrak og gnýr á G20-fundi Táragas og tuddaskapur einkenndu upphaf hins svokallaða G20-fundar í Pittsburgh sem hófst í gær. 25.9.2009 08:54
Segir tóma blekkingu að Noregur standi utan ESB „Það er tóm blekking að Noregur standi utan við Evrópusambandið,“ sagði Fredrik Sejersted, formaður Evrópuréttarstofnunar Óslóarháskóla, á morgunverðarfundi um stöðu Noregs í Evrópu sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. 25.9.2009 06:00
Vekur vonir um sigur á AIDS Alþjóða heilbrigðisstofnunin WHO og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna segja að tilraunir í Taílandi með nýtt bóluefni gegn alnæmi hafi gengið vel og lofi mjög góðu. 25.9.2009 06:00
Obama vill lesa betri dagblöð Forseti Bandaríkjanna hefur hug á að gera lagafrumvarp til að auðvelda dagblöðum að sporna gegn þeirri hnignun sem þau standa frammi fyrir. Til greina mun koma að dagblöðin, í breyttu rekstrarformi, fái skattaívilnanir. Fari svo verði þau ekki rekin í ágóðaskyni. 25.9.2009 03:30
Obama fellst loksins á að hitta Gordon Brown Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, hefur loksins fallist á að hitta Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eftir margítrekaðar tilraunir til þess að koma á fundi með þeim. 25.9.2009 23:22
Framleiðandi AK-47 á leið á hausinn Stærsti vopnaframleiðandi Rússlands sem kallast Izhmash stendur frammi fyrir gjaldþroti. Fyrirtækið er þekktast fyrir að framleiða Kalashnikov vélbyssuna sem einnig er þekkt undir nafninu AK-47. AK-47 er útbreiddasta vélbyssa sögunnar og hefur hún komið við sögu í flestum ef ekki öllum stríðum sem háð hafa verið frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. 24.9.2009 10:48
Íslenskur þorskur í úrslitum í Bretlandi Spennan er heldur betur farin að magnast í keppninni um besta „Fish ´n´Chips“ staðinn í Bretlandi. Nú eru einungis sex staðir eftir í keppninni en flestir hafa sterkar skoðanir á því hvernig best sé að útbúa þennan þjóðarrétt Breta. 24.9.2009 10:19
Nýtt bóluefni gegn alnæmi dregur úr líkum á sýkingu Nýtt bóluefni hefur fundist gegn alnæmi sem dregur úr líkum á sýkingu af völdum þessa sjúkdóms. Bóluefnið er enn á tilraunastigi en fyrstu niðurstöður benda til að það minnki líkur á sýkingu um þriðjung. 24.9.2009 08:35
Sádi-Arabar bjóða bæði kyn velkomin í háskóla Sádi-Arabar hafa opnað sinn fyrsta háskóla sem stendur stúdentum af báðum kynjum opinn. 24.9.2009 08:08
Níu ára fangelsi fyrir skotárás á McDonald's Félagi í vélhjólasamtökunum Vítisenglum í Danmörku og tveir menn sem bíða inngöngu í samtökin hafa verið dæmdir í níu ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar þeir gerðu skotárás á þrjá menn úr annarri vélhjólaklíku á McDonald's-stað í Árósum fyrir tæpu ári. 24.9.2009 07:35
Nýjar smyglleiðir frá Mexíkó Mexíkóskir smyglarar leita sífellt nýrra leiða til að koma ólöglegum innflytjendum og fíkniefnum til Bandaríkjanna og nýjasta aðferð þeirra er að sigla meðfram Kyrrahafsströndinni frá Mexíkó og taka land á fáförnum slóðum á strandlengju Kaliforníu. 24.9.2009 07:24
Indverjar finna vatn á tunglinu Indverjar hafa fundið vatn á tunglinu, fyrstir manna. Þetta gerðist í fyrsta tunglleiðangri þeirra en þar var á ferð ómannað könnunarfar með búnað sem sérstaklega var ætlað að leita að ummerkjum um vatn. 24.9.2009 07:22
Mafíukrókódíll upptækur Lögregla í Napólí á Ítalíu gerði krókódíl í eigu mafíuforingjans Sergio Di Mauro upptækan við húsleit á heimili hans í síðustu viku. 24.9.2009 07:18
Páfi heimsækir Breta á næsta ári Benedikt XVI páfi heldur í opinbera heimsókn til Bretlands á næsta ári og verður það í fyrsta sinn síðan 1982 sem páfi heimsækir landið. 24.9.2009 07:17
Verðið lækkar erlendis Heimsmarkaðsverð á hráolíu féll um tæp fjögur prósent og fór undir sjötíu dali á tunnu í gær eftir að bandaríska orkumálaráðuneytið birti vikulega tölur um olíubirgðir í landinu. 24.9.2009 06:00
Þyrlan hafði takmarkaða burðargetu Þyrlan sem notuð var við að ræna peningageymslu öryggisfyrirtækis í Svíþjóð í morgun hafði mjög takmarkaða burðargetu. Aram Rubinstein, sem er þyrluflugmaður og rekur þyrluflugþjónustu, telur að hún hafi getað borið um 100 kíló af peningaseðlum sem gæti samsvarað 45 milljónum sænskra króna eða um 810 milljónum íslenskra króna. Þyrlan var af gerðinni Bell 206. 23.9.2009 23:04
Obama að ávarpa allsherjarþing SÞ Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf fyrir stundu fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir. Ræðan hófst klukkan hálftvö að íslenskum tíma og er búist við því að forsetinn muni afra yfir aðgerðir Bandaríkjamanna til þess að takast á við alheimskreppuna auk þess sem búist er við því að Obama lýsi þeirri viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í Hvíta húsinu gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá því hann tók við. 23.9.2009 13:45
Líklegt að ræningjarnir í Svíþjóð hafi hlotið herþjálfun Sænska lögreglan telur að þyrluflugmaðurinn sem tók þátt í að ræna peningageymslu öryggisfyrirtækis í morgun hafi hlotið herþjálfun. Þá leikur einnig grunur á að einn ræningjanna sé starfsmaður öryggisfyrirtækisins. 23.9.2009 12:33
Fjórir ræningjar á þyrlu sneru á sænsku lögregluna Djarfir ræningjar á þyrlu sprengdu upp peningageymslu öryggisfyrirtækis og nældu sér í óþekkta peningaupphæð í Västberga í Stokkhólmi snemma í morgun. 23.9.2009 08:44
Bréf Hitlers, Churchills og fleiri til sýnis í New York Bréf frá Adolf Hitler, þar sem fyrirskipað er að Berlín skuli varin meðan nokkur maður stendur uppi, er meðal muna á sýningu stríðsgrúskara nokkurs í New York. 23.9.2009 08:30
Jarðneskar leifar úr Trójustríðinu Fornleifafræðingar í Tyrklandi hafa fundið jarðneskar leifar fólks sem talið er að hafi dáið í Trójustríðinu 1.200 árum fyrir Krists burð. 23.9.2009 08:25
Sydney hulin rykmekki Glórulaus rykstormur fer nú um austurhluta Ástralíu, þar á meðal Sydney, en þar sáu menn varla milli húsa í morgun. Slíkir stormar eru ekki óalgengir í Ástralíu en eru oftast meira inn til landsins. 23.9.2009 08:19
Skógareldar í Kaliforníu á ný Enn á ný geisa skógareldar í Kaliforníu og fengu tveir slökkviliðsmenn reykeitrun í gær þegar þeir börðust við elda í suðvesturhluta ríkisins. 23.9.2009 08:15
Skotbardagi við landamæri Mexíkó Hliðinu við San Ysidro, sem eru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er í Kaliforníu Bandaríkjamegin, var lokað í nokkrar klukkustundir í gær eftir að skotbardagi braust þar út. 23.9.2009 08:08
Sjö látnir í flóðum í Georgíu Sjö eru látnir í miklum flóðum í norðurhluta Georgíuríkis í Bandaríkjunum en miklar rigningar hafa valdið því að Chattahoochee-áin hefur flætt yfir bakka sína, kaffært um þúsund heimili og slegið út rafmagni hjá alls 30.000 manns. 23.9.2009 07:34
Irina Bokava stýrir UNESCO Frakkland, AP Irina Bokava, sendiherra Búlgaríu í Frakklandi, verður næsti framkvæmdastjóri UNESCO, menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna. 23.9.2009 03:30
Jarðýtum beitt á búðir flóttamanna Franska lögreglan réðst í gærmorgun til atlögu gegn ólöglegum búðum flóttamanna, sem höfðu komið sér fyrir skammt frá borginni Calais við Ermarsund, í þeirri von að komast yfir til Englands um Ermarsundsgöngin. 23.9.2009 03:30
Öryggisgæsla hert í Þýskalandi vegna al-Qaeda Öryggisgæsla hefur verið hert í Þýskalandi vegna myndskeiða sem hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafa birt. Á myndskeiðunum hótar al-Qaeda árásum dragi Þjóðverjar ekki herlið sitt til baka frá Afganistan. Kosið er í Þýskalandi á sunnudag en einungis einn flokkur, Vinstri, er fylgjandi því að herlið Þjóðverða verði samstundis kvatt heim. 22.9.2009 23:25
Danir eru bjartsýnir þrátt fyrir kreppu Þrátt fyrir að Danir hafi orðið fyrir barðinu á alheimskreppunni eins og íbúar í flestum öðrum þjóðum heims eru viðhorf þeirra til framtíðarinnar mjög jákvæð. Þetta sýnir rannsókn um viðhorf Dana til framtíðarinnar, sem Capacent rannsóknir gerðu fyrir Rauða krossinn í Danmörku. 22.9.2009 21:42
Myrti konu sína og fimm börn Mesac Damas, 33 ára gamall karlmaður, hefur verið kærður fyrir morð á eiginkonu sinni og fimm börnum. 22.9.2009 20:18
Kynlífsþyrstir Norðmenn streyma til Danmerkur Þann 1. janúar síðastliðinn var gert ólöglegt að kaupa kynlífsþjónustu í Noregi. Norska blaðið Verdens Gang telur að eftir að þessi lög hafi þýtt aukin uppgrip fyrir eigendur pútnahúsa á norðurhluta Jótlands því kynlífsþyrstir Norðmenn streymi yfir landamærin. 22.9.2009 19:54
Hermenn tvístruðu mótmælendum í Hondúras Hermenn í Hondúras tvístruðu í dag hópi mótmælenda sem höfðu tekið sér stöðu fyrir framan sendiráð Brasilíu í höfuðborginni Tegucigalpa. Mótmælendurnir eru stuðningsmenn hins burtrekna fyrrverandi forseta landsins Manuel Zelaya sem fyrr á árinu var steypt af stóli af hernum. 22.9.2009 14:10
Æðstapresti Jedi reglunnar hent út úr stórmarkaði Stofnandi Jedi kirkjunnar sem styðst við trúar- og lífsskoðanir Jedi riddaranna í Star Wars myndunum íhugar nú að fara í mál við Tesco verslanakeðjuna í Bretlandi. Æðstipresturinn Daniel Jones, 23 ára gamall maður frá Wales, sem einnig gengur undir nafninu Morda Hehol, segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við öryggisverði Tesco. Þeir hentu honum út úr búðinni vegna þess að hann neitaði að fara úr skikkjunni sem allir sannir Jedi meistarar ganga ævinlega í. 22.9.2009 13:26
Bann við reykingum á opinberum stöðum hefur dregið úr hjartaáföllum Bann við reykingum á opinberum stöðum, Bretlandi og Bandaríkjunum, þykir hafa dregið til muna úr hjartaáföllum. 22.9.2009 13:15
Bretar draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming Bresk flugmálayfirvöld hafa einsett sér að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um helming árið 2050. Þetta fullyrðir Willie Walsh, stjórnarformaður British Airways, og hyggst hann kynna framkvæmd þessa umhverfisátaks nánar á þingi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem verður undanfari stóru loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember. 22.9.2009 12:50
Vill benda enda á stríðið í Afganistan Bandarískur þingmaður telur að Bandaríkin verði að binda enda á stríðið í Afganistan. Hyggist Obama forseti „vinna" stríðið, þá verði átökin í Afganistan annað Víetnam. 22.9.2009 12:47
Bandaríkjamenn óttast hryðjuverk í Suður-Afríku Sendiráði Bandaríkjanna í Suður Afríku og öllum öðrum skrifstofum á vegum Bandaríkjanna í landinu var lokað í dag. Grunur er sagður leika á yfirvofandi hryðjuverkaárás en frekari upplýsingar hafa ekki verið gefnar. 22.9.2009 10:25
Árs fangelsi fyrir að geyma látna móður Rúmlega sextug kona í Flórída hefur verið dæmd til eins árs og eins dags fangelsisvistar fyrir að hafa geymt lík móður sinnar á heimili sínu í sex ár og hirt ellilífeyri hennar á meðan, alls um 230.000 dollara. 22.9.2009 08:16
Kókaíni mokað til Evrópu gegnum Afríku Kólumbískir og mexíkóskir eiturlyfjahringir hafa fært út kvíarnar og komið sér upp bækistöðvum í ýmsum Vestur-Afríkuríkjum til að auðvelda flutning kókaíns á evrópskan markað. Gínea-Bissau og hin svonefnda Gullströnd hafa sérstaklega orðið fyrir barðinu á kókaínflutningum og er nú svo komið að Gullströndin er uppnefnd Kókströndin. 22.9.2009 08:15
Ekkert að vera að skíta Sovétríkin út, takk Veitingastaður í Moskvu, sem gekk undir nafninu And-Sovétríkin, eða Anti-Sovetskaya, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú einfaldlega Sovetskaya, eða Sovétríkin. 22.9.2009 07:22
Zelaya kominn aftur til Hondúras Manuel Zelaya, hinn útlægi forseti Hondúras, hefur snúið til baka til heimalandsins og lokað sig inni í brasilíska sendiráðinu þar. 22.9.2009 07:19