Erlent

Rændu peningum og fjölda skotvopna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tveir ræningjar í Albertslund í Kaupmannahöfn réðust inn á heimili sextugs manns á föstudaginn og neyddu hann til að afhenda sér lykla að rammgerðum skotvopnaskáp. Þeir bundu húsráðanda svo og létu greipar sópa. Komust ræningjarnir undan á bíl mannsins með fjórtán veiðiriffla og haglabyssur auk 20.000 danskra króna. Bíllinn fannst síðar um daginn á afviknum stað og hafði verið kveikt í honum en lögreglan leitar ræningjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×