Erlent

Háfleygar konur

Óli Tynes skrifar
Jibbííí....
Jibbííí.... Mynd/AP

Það var stokkið fyrir málstaðinn í Kaliforníu um síðustu helgi. Eitthundrað áttatíu og ein kona setti þá heimsmet með því að spenna á sig fallhlíf og stökkva saman úr flugvélum.

Með þessu söfnuðu konurnar vel á annað hundrað milljónum íslenskra króna sem verður varið til rannsókna á brjóstakrabbameini.

Með þessu slógu þær einnig margsinnis öll met í fjölsastökki kvenna. Konurnar komiu frá þrjátíu og einu landi og undirbúningur undir stökkið tók heila viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×