Erlent

Yfir 100 látnir á Samóa-eyjum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Yfir eitt hundrað manns eru látnir og mörg hundruð slasaðir á Samóa-eyjum og Bandaríska-Samóa í Kyrrahafinu eftir að jarðskjálfti upp á 8,3 á Richter, varð þar í gærkvöldi. Í kjölfarið skall margra metra há flóðbylgja á eyjunum og varð mesta mannfallið við það. Heilu þorpin við strönd eyjanna skoluðust burtu, nánast í heilu lagi. Björgunarstarf hefur tafist vegna ónýtra vega og ólags á fjarskiptum í kjölfar hamfaranna. Þá barst gríðarlegt magn af sandi á land með flóðbylgjunni sem gerir það að verkum að erfitt er að finna mörg lík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×