Erlent

Minnst 140 látnir og 32 saknað í Manila

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Reuters

Tala látinna í flóðunum í Manila, höfuðborg Filippseyja, er komin upp í 140 en 32 er saknað. Óttast er að dauðsföllum eigi eftir að fjölga en rúmlega 450.000 manns hafa þurft að flýja heimili sín og ferðast fólk og björgunarlið um borgina með bátum af öllum stærðum og gerðum. Það var hitabeltisstormurinn Ketsana sem gekk yfir eyjarnar og hafði í för með sér miklar rigningar, sem svo orsökuðu flóðið. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa óskað eftir aðstoð frá alþjóðasamfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×