Erlent

Fjórtán látnir vegna flóðbylgjunnar á Samóaeyjum

Fjórtán hafa fundist látnir á Samóaeyjum í Kyrrahafinu eftir að flóðbylgju sem kom í kjölfar jarðskjálfta á svæðinu. Þetta segir útvarpsfréttamaður sem staddur er á eyjunni í samtali við Reuters nú í kvöld.

„Eins og staðan er núna eru allir upp í fjöllunum," sagði Senetenari Malele, útvarpsmaður í kvöld. Hann sagði yfirvöld hafa staðfest að fjórtán hefðu fundist látnir.

Óttast er að fleiri lík finnist í kjölfarið en um 250.000 manns búa á eyjunum.








Tengdar fréttir

Mannfall eftir flóðbylgju í Kyrrahafi

Talið er að einhverjir hafi látið lífið eftir að flóðbylgja skall á Samóaeyjar í kjölfar jarðskjálfta á hafsbotni skammt frá eyjunum í Kyrrahafi nú í kvöld. Jarðskjálftinn mældist um 8,0 á Richter. Það er Sky News sem greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×