Erlent

Líflátskönnun varðandi Obama fjarlægð

Barack Obama.
Barack Obama.

Bandaríska leyniþjónustan rannsakar heldur ógeðfellda skoðanakönnun sem finna mátti á Facebook. Þar var spurt: Á að myrða Barack Obama, Bandaríkjaforseta?

Svarmöguleikarnir eru athyglisverðir en var hægt að velja á milli, nei, kannski, já - og svo - já, ef hann skerðir heilbrigðisþjónustuna mína.

Talsmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Edwin Donovan, segir að málið sé til rannsóknar en könnunin var birt á Facebook á laugardaginn síðasta. Hún var fjarlægð af vefnum um leið og starfsmenn urðu hennar varir.

Rannsóknin heldur áfram en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×