Erlent

Finna kynferðisafbrotamenn með símanum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Ný tækni í iPhone-símum gerir Bandaríkjamönnum nú kleift að kalla fram upplýsingar um dæmda kynferðisafbrotamenn, sem búa í nágrenni við þá, með því einu að framkvæma einfalda aðgerð á símanum. Forritið heitir Offender Locator og hefur yfir ein milljón manna þegar hlaðið því niður í síma sína. Símaeigandinn getur fengið upplýsingar um kynferðisglæpamenn sem búsettir eru í allt að 16 kílómetra radíus frá heimilinu eða stöðum þar sem börn þeirra sækja íþróttaæfingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×