Erlent

Rannsaka aukaverkanir af Aspartam-sætuefni

Sérfræðingar Háskólans í Hull hafa hleypt af stokkunum viðamikilli rannsókn á hugsanlegum aukaverkunum sætuefnisins Aspartam.

Matvælaeftirlit Bretlands og Evrópu hafa hingað til lagt blessun sína yfir notkun efnisins og er það notað í matvælum um allan heim, meðal annars hér á landi.

Ástæða rannsóknarinnar er umkvartanir fólks síðastliðin ár sem stendur í þeirri meiningu að það hafi fundið til höfuð­verks, svima og þreytu eftir að hafa innbyrt efnið í mat eða drykk.

Hundrað manns munu taka þátt í rannsókninni, sem stendur yfir í átján mánuði. - jma






Fleiri fréttir

Sjá meira


×