Erlent

Tugmilljónir dollara í gámum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Mexíkóskir og kólumbískir lögreglumenn hafa í samvinnu við bandaríska starfsbræður sína fundið samtals 41 milljón dollara í reiðufé, falið í nokkrum vöruflutningagámum sem allir voru á leið til Kólumbíu. Peningasendingarnar fundust á tíu daga tímabili kringum miðjan mánuðinn og er að sögn bandarískra yfirvalda um að ræða eina stærstu peningaupphæð sem hald hefur verið lagt á fram að þessu. Ljóst þykir að féð hafi verið ætlað til greiðslu fyrir kókaínsendingar frá Kólumbíu til Mexíkó og Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×