Erlent

Segir Obama marxista

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Andy Williams. Muni einhver eftir laginu Moon River er það runnið undan rifjum hans.
Andy Williams. Muni einhver eftir laginu Moon River er það runnið undan rifjum hans.

Fyrrum dægurlagasöngvarinn Andy Williams, sem einnig er harður repúblikani, ásakar Barack Obama Bandaríkjaforseta um að fylgja kenningum marxista og vilja koma amerísku þjóðfélagi á kné. Þetta rökstyður hann með því að Obama hafi tekið yfir bankana og bílaiðnaðinn og sé hægt og rólega að gera Bandaríkin að veldi miðstýringar að hætti kommúnistaríkja. Enn fremur heldur Williams því fram að Obama umgangist ekkert nema vinstrisinnað fólk, þar á meðal einn yfirlýstan kommúnista sem Williams nafngreinir þó ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×