Erlent

The Sun snýst á sveif með Íhaldsflokknum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breska dagblaðið The Sun hefur lýst yfir stuðningi við Íhaldsflokkinn í komandi þingkosningum og er yfirlýsingin álitin þungt högg fyrir Verkamannaflokkinn og Gordon Brown en The Sun hefur stutt flokk hans í síðustu þrennum kosningum. Því er slegið upp á forsíðu blaðsins í dag að Verkamannaflokkurinn eigi sér ekki viðreisnar von eftir slælega frammistöðu Brown í embætti. Sjálfur lætur Brown sér fátt um finnast og segir að á efsta degi verði það dómur kjósenda sem ráði en ekki dagblaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×