Erlent

Sjá fram á glæpaöldu í desember

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan í Kaupmannahöfn óttast að glæpamenn muni vaða uppi óáreittir í desember þegar öll löggæsla borgarinnar mun snúast um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer þar 7. - 18. desember. Gert er ráð fyrir að gestir á ráðstefnunni verði um 10.000 en einnig er búist við þúsundum umhverfisverndarsinna og mótmælendum alþjóðavæðingar sem hafa margir hverjir haldið uppi stífum æfingum fyrir þennan atburð síðan snemma á árinu. Jótlandspósturinn hefur undir höndum tölvuskeyti frá yfirmönnum lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan muni til dæmis ekki sinna því að handtaka grunaða afbrotamenn, sem mæta ekki fyrir rétt á tilskildum tíma, meðan á ráðstefnunni stendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×