Erlent

Danskir sósíaldemókratar vilja banna vændiskaup

Sósíaldemókraar vilja banna vændiskaup. Mynd/ AFP
Sósíaldemókraar vilja banna vændiskaup. Mynd/ AFP
Sósíaldemókratar í Danmörku vilja banna kaup á vændi með lögum líkt og gert hefur verið á hinum Norðurlöndunum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á landsfundi Sósíaldemókrata í Álaborg í gær.

Kaup á vændi eru ekki bönnuð í Danmörku samkvæmt núverandi löggjöf. Ef marka má frásögn Jyllands Posten var málið rætt í tvær klukkustundir á landsfundi Sósíaldemókrata í gær. Að lokum greiddu landsfundargestir atkvæði um að þeir vildu að Danmörk tæki sér Svíþjóð, Noreg, Ísland og Finnland til fyrirmyndar með því að banna vændiskaup.

Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi Íslendinga 17. apríl síðastliðinn voru kaup á vændi bönnuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×