Erlent

Móðgaði Brown með spurningum um lyfjanotkun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Brown harðneitar að vera á pillum.
Brown harðneitar að vera á pillum.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, er sármóðgaður út í Andrew Marr, helsta stjórnmálaskýranda BBC, eftir að Marr spurði hann í viðtali um helgina hvort hann notaði lyf til að komast gegnum daginn. Marr sagði það lífseiga sögu í Westminster-hverfinu, þar sem bæði þingið og Buckingham-höll eru staðsett, að margir notuðu ýmis lyfseðilsskyld lyf, þar á meðal verkjalyf, til að auðvelda sér daglegt amstur. Hann spurði í framhaldinu hvort forsætisráðherrann væri í þessum hópi. Brown neitaði þessu staðfastlega og þegar Marr reyndi áfram að spyrja hann um lyfjaneyslu firrtist hann við og sagðist þegar hafa svarað spurningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×