Fleiri fréttir

Löggur lemja í Úganda

Fjórtán manns hafa fallið og yfir eitthundrað særst í óeirðum í Kampala höfuðborg Úganda síðustu tvo daga.

Chavez gleður Rússa

Það fór vel á með þeim Hugo Chavez forseta Venesúela og Vladimir Putin forsætisráðherra Rússlands þegar sá fyrrnefndi heimsótti Moskvu í vikunni.

Karzai virðist hafa unnið í Afganistan

Kjörstjórn Afganistans hefur sent frá sér nýjar tölur sem benda til þess að Hamid Karzai forseti hafi unnið sigur í forsetakosningunum sem haldnar voru tuttugasta ágúst síðastliðinn.

Sex unglingar særðust í skotárás í London

Sex ungir menn á aldrinum 16 til 19 ára særðust í skotárás í norðurhluta London í nótt. Enginn þeirra er lífshættulega slasaður. Árásin er sögð tengjast glæpagengjum en undanfarin tvö ár hafa tugir ungra manna verði skotnir eða stungnir til bana í borginni. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, heitir því að harðar verði tekið á ofbeldisverkum.

Netanyahu fór með leynd til Rússlands

Ísraelskir fjölmiðlar eru í nokkru uppnámi eftir að upplýst var að Benjamín Netanyahu forsætisráðherra hefði farið með leynd til Rússlands til að funda með ráðamönnum þar.

Íran breytir ekki um stefnu í kjarnorkumálum

Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í dag að hann geri ráð fyrir að greinargerð sem þeir sendu vesturlöndum gæti orðið grunnurinn að samningaviðræðum. Hann tók þó fram að Íranir myndu ekki gera breytingar á stefnu sinni í kjarnorkumálum.

Ísraelar hóta stórfelldum hefndarárásum

Ísraelar segjast reiðubúnir að gera stórfelldar hefndarárásir á Líbanon ef framhald verður á eldflaugaskotum þaðan. Tveim eldflaugum var skotið yfir landamærin í gær. Ísraelar svöruðu með nokkrum fallbyssuskotum, en aðhöfðust ekki frekar.

Vill verða járnfrú Noregs

Siv Jensen, leiðtogi Framfaraflokksins í Noregi, gæti komist í lykilstöðu við stjórnarmyndun að loknum þingkosningum á mánudag.

Líkamsárás vísað frá - Situr eftir með hálft höfuð

Hinn tuttugu og sex ára gamli Steve Gator var á leiðinni heim þegar unglingspiltar réðust á hann. Þeir kýldu hann með þeim afleiðingum að hann féll með höfuðið í götuna og stórslasaðist. Gator, sem áður vann á lyftara, var í dái í tvær vikur.

Bretar rannsaka ásakanir um pyntingar MI6

Breska lögreglan rannsakar nú hvort breska leyniþjónustan MI6 hafi gerst sek um að pynta grunaðan hryðjuverkamann. Það var leyniþjónustan sjálf sem óskaði eftir rannsókninni.

Skotið á bát á Potomac ánni

Bandaríska strandgæslan skaut í dag á grunsamlegan bát sem sást á Potomac ánni sem rennur um höfuðborgina Washington. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í Bandaríkjunum í dag vegna þess að átta ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001.

Charlie Sheen segir bandarísk stjórnvöld standa að baki 9/11

Bandaríkjamenn eru stórhneykslaðir á stórleikaranum Charlie Sheen sem hefur gefið í skyn að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að árásunum þann 11. september fyrir átta árum síðan. Sheen hvetur Barack Obama forseta til þess að hefja að nýju rannsókn á árásunum eftir því sem fram kemur í Daily Mail.

Sex ár frá morðinu á Önnu Lindh

Í dag eru liðin 6 ár frá því að Anna Maria Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms. Í færslu á vefnum wikipedia.org kemur fra að Anna Lindh var 46 ára gömul þegar hún lést. Hún hafði gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár þegar að hún lést en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra.

Rauði ræninginn

Bankaræningi nokkur í Odder á Austur-Jótlandi hafði ekki heppnina með sér þegar hann hljóp á brott með feng sinn. Málningarsprengja í peningabúnti, sem hann hafði nælt sér í, sprakk og var lögregla ekki nema 20 mínútur að finna ræningjann, sem var ataður rauðri málningu og nokkuð áberandi fyrir vikið.

Berlusconi segist bestur

Ítalski forsætisráðherrann Silvio Berlusconi segist kinnroðalaust vera besti þjóðarleiðtogi í sögu Ítalíu.

Discovery getur ekki lent vegna veðurs

Geimskutlan Discovery, sem er á leið til baka úr leiðangri sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, hefur enn ekki getað lent vegna veðurs í nágrenni Kennedy-geimferðamiðstöðvarinnar í Flórída.

Fjölskylda breska hermannsins syrgir

Fjölskylda Johns Harrison, breska hermannsins sem féll í bardaga við talibana þegar sérsveitir á vegum NATO björguðu blaðamanninum Stephen Farrell, er miður sín vegna atburðanna í Kunduz-héraðinu í Afganistan á miðvikudagsmorgun en Harrison lét þar lífið ásamt túlki Farrells.

Gíslatökumálið í Afganistan rætt

Breski utanríkisráðherrann David Miliband hefur varið þá ákvörðun sína að senda sérsveit breska hersins til þess að bjarga blaðamanni sem haldið var í gíslingu í Afganistan.

Norska stjórnin rétt hangir

Norska ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt nýrri könnun sem birtist í norska blaðinu Aftenposten.

Talsmaður talibana handtekinn

Einn helsti talsmaður talibana í Pakistan hefur verið tekinn höndum að því er stjórnarherinn í landinu segir.

Minnast 9/11

Víða um heim er þess nú minnst að átta ár eru liðin í dag frá hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana.

Danskar konur fullar af testósteróni

Ein af hverjum sjö konum í Danmörku hefur of mikið af karlhormónum, með ýmsum alvarlegum afleiðingum, að sögn Jótlandspóstsins.

Þrír þiggja boð frá Kyrrahafseyju

Þrír kínverskir múslimar, sem árum saman hafa setið í fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu, hafa þegið boð stjórnvalda á Kyrrahafseyjunni Palá um að setjast þar að. Lögmaður þeirra segir þá hlakka til að komast burt og geta hafið nýtt líf, líklega strax í næsta mánuði.

46 milljónir búa við ekkert öryggisnet

„Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.

Spaugað með ráðamenn

Palestínumenn hafa ekki átt því að venjast að spaugað sé með pólitík og ráðamenn í sjónvarpi. Á þessu hefur nú orðið breyting.

Obama skammar Brown vegna Lockerbie-mannsins

Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, lét óánægju sína í ljós varðandi lausnar hryðjuverkamannsins sem sprengdi farþegaþotu yfir Lockerbie á níunda áratugnum, í samtali við forsætisráðherra Breta, Gordon Brown.

Flugræninginn var í guðdómlegri sendiför

Bólivíumaður er í haldi mexíkósku lögreglunnar eftir að hann rændi farþegaþotu í innanlandsflugi í Mexíkó í gær. Þotan var á leið frá Cancun til Mexíkóborgar með 104 farþega og áhöfn. Skömmu eftir að þotan var komin á loft stóð farþegi upp, sagðist vera með sprengju meðferðis og heimtaði fund með Felipe Calderon, forseta Mexíkó.

Ósáttir við Farrell vegna dauða hermanns

Yfirmenn í breska hernum eru allt annað en sáttir við blaðamanninn Stephen Farrell sem sérsveit NATO bjargaði úr haldi talibana í Kunduz-héraðinu í Afganistan í gær.

Eignir Madoffs til sölu

Nú er lag að eignast þakhýsi stórsvindlarans Bernards Madoff í New York en íbúðin fer á sölu í næstu viku.

Sagði Obama ljúga

Joe Wilson, þingmaður Suður-Karólínu á Bandaríkjaþingi, var ekkert að skafa af því þegar Barack Obama varði umbætur sínar í heilbrigðismálum á þinginu heldur kallaði fram í ræðu forsetans og sagði hann ljúga.

Bréfdúfa fljótari en tölvupóstur

Netsamband er svo lélegt í Suður-Afríku að upplýsingatæknifyrirtæki nokkru í Jóhannesarborg hefur tekist að sýna fram á að það er fljótlegra að senda gögn með bréfdúfu en tölvupósti.

Fred í rénun

Nokkuð dró af fellibylnum Fred á Atlantshafi í gær og fór hann úr þriðja stigs byl niður í annars stigs en vindhraði stjórnar því hvernig fellibylir flokkast á fimm stiga skala.

Smyglaði mörgum tonnum af kókaíni

Stórtækur kólumbískur kókaínsmyglari, Fabio Enrique Vasco, kvaðst sekur um að hafa smyglað mörgum tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna, þegar dómari í Miami bað hann að taka afstöðu til sakarefnisins.

Myndaðir í bak og fyrir við innbrot

Tveir innbrotsþjófar í Brøndby í Danmörku voru handteknir mjög snarlega eftir innbrot í fyrirtæki um síðustu helgi. Þeir vönduðu ekki valið meira en svo, að þeir brutust inn hjá Milestone Systems sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu og uppsetningu öryggismyndavéla í Danmörku.

Strauk úr fangelsi í pappakassa

Stjórnendur hámarksöryggisfangelsisins í Burgundy í Frakklandi kunna engar skýringar á því hvernig stórhættulegum fanga, Jean-Pierre Treiber, tókst að strjúka úr fangelsinu með því að fela sig í pappakassa.

Hafna kauptilboði frá Kraft

Stjórnendur breska sælgætisfyrirtækisins Cadbury hafa hafnað 10,2 milljarða punda kauptilboði bandaríska fyrirtækisins Kraft. Hlutabréf í Cadbury hækkuðu um fjörutíu prósent í kjölfar fréttanna.

Tveir smáflokkar með í stjórn

Yukio Hatoyama, leiðtogi Lýðræðisflokksins í Japan, hefur boðið tveimur smáflokkum að ganga með sér í stjórnarsamstarf, þrátt fyrir ágreining flokkanna þriggja um utanríkismál og veru bandarískra hermanna á eyjunni Okinawa.

Mannfallið á Gasa vanmetið

Ísraelsku mannréttindasamtökin B‘Tselem segja stjórnvöld og her vanmeta mjög í opinberum skýrslum mannfallið sem varð í þriggja vikna hernaði á Gasasvæðinu um síðustu áramót.

Vill vera forseti önnur fimm ár

Jose Manuel Barroso sækist eftir að vera forseti framkvæmdastjórnar ESB í önnur fimm ár. Hann svaraði spurningum blaðamanna í gær.

Sjá næstu 50 fréttir