Erlent

Charlie Sheen segir bandarísk stjórnvöld standa að baki 9/11

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Charlie Sheen er ein aðalstjarnan í sjónvarpsþáttunum Tveir og hálfur maður eða Two and a Half Man. Mynd/ AFP.
Charlie Sheen er ein aðalstjarnan í sjónvarpsþáttunum Tveir og hálfur maður eða Two and a Half Man. Mynd/ AFP.
Bandaríkjamenn eru stórhneykslaðir á stórleikaranum Charlie Sheen sem hefur gefið í skyn að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að árásunum þann 11. september fyrir átta árum síðan. Sheen hvetur Barack Obama forseta til þess að hefja að nýju rannsókn á árásunum eftir því sem fram kemur í Daily Mail.

Sheen fullyrðir að sagan að baki 11. september sé fölsk og að skipun nefndar sem átti að rannsaka atburðina hafi verið hvítþvottur. Árásirnar hafi átt að þjóna þeim tilgangi að rífa kerfisbundið niður stjórnarskránna og að ríkisstjórn, Bush fyrrverandi forseta hafi staðið að baki þeim. Sheen ýjaði jafnvel að því að Osama Bin Laden hefði unnið með CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, þar til 11. september.

Sheen, sem er ein aðalstjarnan í sjónvarpsþáttunum Tveir og hálfur maður, sagði þetta í ímynduðu sjónvarpsspjalli við Barack Obama, sem kallast Tuttugu mínútur með forsetanum

Spjallið var birt á vefsíðunni PrisonPlanet.com, sem haldið er úti af útvarpsmanninum Alex Jones.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×