Erlent

Discovery getur ekki lent vegna veðurs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Discovery.
Discovery.

Geimskutlan Discovery, sem er á leið til baka úr leiðangri sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, hefur enn ekki getað lent vegna veðurs í nágrenni Kennedy-geimferðamiðstöðvarinnar í Flórída. Hún átti að lenda í gærkvöldi en nú er gert ráð fyrir að skutlan lendi í kvöld í staðinn. Leiðangurinn hefur staðið í þrettán daga og fór áhöfn skutlunnar með vistir til geimstöðvarinnar auk þess að sinna viðhaldsverkefnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×