Erlent

Spaugað með ráðamenn

Aldrei þessu vant Þeim sem horfa á palestínska sjónvarpið hefur fjölgað mjög.fréttablaðið/AP
Aldrei þessu vant Þeim sem horfa á palestínska sjónvarpið hefur fjölgað mjög.fréttablaðið/AP

Palestínumenn hafa ekki átt því að venjast að spaugað sé með pólitík og ráðamenn í sjónvarpi. Á þessu hefur nú orðið breyting.

Sjónvarpsþátturinn „Heimaland á bláþræði“ hefur upp á síðkastið dregið fólk að sjónvarpstækjunum, sem áður þóttu harla óspennandi. Í þessum þætti gera menn óspart grín að vanhæfum palestínskum stjórnmálamönnum, ruddafengnum lögreglumönnum og öfgafullum múslimum.

Pólitískt grín í sjónvarpi er reyndar ekki mjög algengt í arabaríkjum almennt, þar sem lýðræði er iðulega af skornum skammti.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×