Erlent

Bretar rannsaka ásakanir um pyntingar MI6

Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, „C“.
Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar, „C“.

Breska lögreglan rannsakar nú hvort breska leyniþjónustan MI6 hafi gerst sek um að pynta grunaðan hryðjuverkamann. Það var leyniþjónustan sjálf sem óskaði eftir rannsókninni.

Þetta er önnur rannsóknin varðandi pyntingar stofnanna á vegum breska ríkisins. Scotland Yard rannsakar ásakanir um að foringjar MI5 séu samsekir í pyntingum á Binyam Mohamed þegar hann var í haldi Bandaríkjamanna vegna gruns um hryðjuverk.

Málin eru þó óskyld.

Tilvera MI5 og MI6 var ekki viðurkennd af breska ríkinu fyrr en árið 1992. Eftir það hefur hún þurft að gangast undir skýran lagaramma sem hún var laus við áður.

Forstjóri MI6, Sir John Scarlett, sem er kallaður „C" í starfi sínu, veitti fyrsta viðtali sitt í síðasta mánuði. Þar sagðist hann ekki leyfa pyntingar á grunuðum hryðjuverkamönnum né að útsendara þjónustu hennar hátignar væru samsekir um slíkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×