Fleiri fréttir

Hart deilt um lífsbjörg blaðamanns

Bresk yfirvöld hafa verið gagnrýnd harðlega fyrir að bjarga lífi breska blaðamannsins Stephen Farrel sem var í haldi talibana í Afganistan. Bresk sérsveit seig úr þyrlu og frelsað Stephen og aðra gísla með vopnavaldi. Til skotbardaga kom og lést einn af bresku hermönnunum auk afgansks blaðamanns en hann var einnig túlkur Farrels.

Hubble kominn í gagnið - ótrúlegar myndir

Birtar voru myndir og gögn frá fjórum af sex vísindatækjum Hubble sjónaukans í dag sem er í eigu ESA og NASA. Þetta eru fyrstu myndirnar sem eru birtar úr sjónaukanum síðan farið var í metnaðarfullan viðgerðarleiðangur í maí síðastliðnum.

Bólívíumenn ræna mexíkóskri flugvél

Flugræningjar sem eru taldir vera frá Bólivíu rændu mexíkóskri flugvél með hundrað farþegum innanborðs samkvæmt BBC. Vélin var á leiðinni til Cancun í Mexíkó þegar ræningjarnir létu til skara skríða. Vélinni var þá snúið til Mexíkó-borgar þar sem hún lenti.

„Madeleine er dáin“

Dómstóll í Portúgal hefur sett lögbann á bók sem fyrrverandi lögreglumaður þar í landi hefur skrifað um mál Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi árið 2007. Maðurinn, Goncalo Amaral tók þátt í rannsókn málsins á sínum tíma og staðhæfir hann að Maddý sé dáin og að hann leggi engan trúnað á sögu foreldra hennar sem halda því fram að þau hafi verið að borða á veitingastað í nágrenninu þegar stúlkan hvarf.

Barnabarn Stalíns höfðar mál

Jósef Stalín var fyrir rétti í Rússlandi síðastliðinn mánudag. Þar var tekið fyrir mál sem barnabarn hans höfðaði gegn dagblaði sem hélt því fram að hann hefði fyrirskipað morð á sovéskum ríkisborgurum.

Fólki ráðlagt að kyssast minna

Frakkar kyssast meira en flestir aðrir. Ekki aðeins í ástarbríma heldur er það einnig viðtekin venja að fólk kyssist á kinnina þegar það heilsar. Svínaflensan hefur nú gert strik í reikninginn. Fólki er ráðlagt að kyssast minna og á nokkrum opinberum stofnunum, svosem sjúkrahúsum hafa kossar hreinlega verið bannaðir.

Skókastarinn hefur fengið tilboð um kvennabúr

Íraski fréttamaðurinn sem kastaði skóm sínum í George Bush hefur fengið ótal tilboð um bíla, kvennabúr og önnur jarðnesk gæði þegar honum verður sleppt úr fangelsi.

Rússar og Úkraínumenn deila á ný um gas

Gasdeila Rússa og Úkraínumanna virðist vera að taka sig upp á nýjan leik en hún var nær búin að valda alvarlegum gasskorti í nokkrum Evrópulöndum þegar sem kaldast var síðasta vetur.

Danskur Bond á 300 km hraða

Lögreglan á Norður-Jótlandi hafði á sunnudag hendur í hári vélhjólamanns sem mældist á hvorki meira né minna en 300 kílómetra hraða á klukkustund.

Bítlunum ætlað að rífa upp söluna

Tónlistar- og tölvuleikjaiðnaðurinn í Bretlandi og Bandaríkjunum reiðir sig nú á gamla félaga til að rífa upp sölutölur á lokafjórðungi ársins, nefnilega Bítlana fornfrægu frá Liverpool.

Segja Bretland á leið út úr kreppunni

Breska hag- og félagsfræðistofnunin lætur í veðri vaka að Bretland sé að sigla út úr kreppunni á ný. Þetta sýni hagvöxtur í maí, júní og júlí.

Ætlar að sannfæra þingið

Barack Obama flytur í kvöld sjónvarpsávarp til þjóðarinnar um þær breytingar á heilbrigðiskerfi landsins, sem hann hefur í allt sumar reynt að fá þingið til að samþykkja.

MacDonalds tapar fyrir McCurry

Skyndibitakeðjan heimsfræga, MacDonalds, tapaði dómsmáli gegn malasíska skyndibitastaðnum McCurry en forsvarmenn hamborgarastaðarins vildu meina að nafn staðanna væri ólöglega lík.

Byggði Twittandi hús

Verkfræðingurinn og uppfinningamaðurinn Andy Stanford-Clark á heldur einstakt hús. Það notar nefnilega samskiptavefinn Twitter til þess að láta íbúa þess vita ef hann gleymdi að slökkva ljósin eða hvort músagildran hafi veitt mús. Húsið er einstakt þar sem það sendir Andy skilaboð í gegnum Twitter og lætur hann vita um nákvæma orkunotkun hússins og svo framvegis.

Karzai með hreinan meirihluta

Samkvæmt nýjustu tölum í afgönsku forsetakosningunum sem fram fóru á dögunum gefa til kynna að Hamid Karzai, sitjandi forseti hafi náð hreinum meirihluta. Frambjóðandi þarf að ná hreinum meirihluta til þess að hljóta útnefningu, annars þarf að kjósa á ný á milli tveggja efstu.

Norðmenn dæmdir til dauða

Herdómstóll í Austur-Kongó dæmdi í dag tvo Norðmenn til dauða fyrir morð, njósnir og vopnasmygl. Um er að ræða tvo karlmenn, 27 og 28 ára, sem hafa verið haldi yfirvalda frá því í maí eftir að bílstjóri þeirra fannst látinn í höfuðborginni, Kinshasa. Þá eru norsk stjórnvöld krafinn um 60 milljónir dollara vegna málsins.

Arctic Sea: Enginn vopnafarmur um borð að sögn Lavrovs

Utanríkisráðherra Rússlands vísar alfarið á bug fréttum þess efnis að flutningaskiptið Arctic Sea, sem hvarf um tíma í sumar, hafi verið að flytja háþróaðar rússneskar loftvarnareldflaugar til Írans.

Hitabeltisstormurinnn Fred er mættur

Hitabeltisstormurinn Fred hefur nú litið dagsins ljós en hann varð til á austanverðu Atlantshafi í gær og var þá gefið nafn samkvæmt reglum Hvirfilbyljamiðstöðvar bandarísku veðurstofunnar en þær eru mjög fastmótaðar og hafa öll nöfn hvirfilbylja nú þegar verið ákveðin fram til ársins 2014.

Calderon skiptir um saksóknara

Forseti Mexíkó hefur leyst saksóknara, sem tók þátt í að stjórna átakinu gegn eiturlyfjahringjum, frá störfum vegna lítils árangurs við að leysa upp slíka hringi.

Hröpuðu til jarðar í véldrifinni fallhlíf

Ótrúlegt þykir að ekki hafi orðið stórslys þegar feðgar í fallhlíf sem knúin var með hreyfli hröpuðu til jarðar og lentu í hópi fólks á hátíðarhöldum vegna frídags verslunarmanna í Hooper í Utah í gær.

Krefjast afsökunarbeiðni N-Kóreumanna

Suður-Kóreumenn krefjast þess að nágrannar þeirra í norðri biðjist afsökunar á að hafa skyndilega veitt vatnsflaumi í á, sem rennur um landamæri landanna, á sunnudagsmorgun með þeim afleiðingum að sex Suður-Kóreumenn, þar af eitt barn, sem voru í útilegu við ána drukknuðu þegar hún flæddi yfir bakka sína.

Annar skjálfti í Indónesíu

Jarðskjálfti að styrkleika 6,1 stig á Richter skók indónesísku eyna Jövu í gærdag, innan við viku eftir að 65 manns fórust þar og yfir 400 slösuðust í öðrum sterkum skjálfta.

Könguló til heiðurs David Bowie

Risastór kafloðin könguló frá Malasíu hefur verið nefnd í höfuðið á tónlistarmanninum David Bowie og nefnist tegundin Heteropoda davidbowie.

Ætluðu að sprengja fjölda flugvéla

Þrír múslimar, búsettir í Bretlandi og tengdir hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda, hafa verið fundnir sekir um að leggja á ráðin um sjálfsmorðssprengjuárásir í stórum farþegaflugvélum á leið yfir Atlantshafið.

Samóar breyta í vinstri umferð

Íbúar Samóaeyja eru þeir fyrstu í 39 ár til þess að breyta úr hægri umferð í þá vinstri. Það var í dag sem lög um hægri umferð tóku gildi og eyjaskeggjar þurftu að keyra vinstra megin.

Sósíalistaræða Obama: Haldið áfram í skóla

Gríðarlega umdeild ræða forseta Bandaríkjanna, Barack Obama, til skólabarna hefur verið gerð opinber. Það að Obama ætlaði að ávarpa skólabörn í Bandaríkjunum hafa vakið gríðarlegar deilur hagsmunahópa í landinu. Hafa sumir gengið svo langt að halda því fram að hann hygðist smita börnin af sósialískri hugmyndafræði sinni.

Japanir taka sig á í loftslagsmálum

Nýr forsætisráðherra Japans, Yukio Hatoyama, hefur lofað að minnka útblástur gróðurhúsaloftegunda um 25 prósent fyrir árið 2020. Japan er annað stærsta viðskiptaveldi veraldar og það fimmta mest mengandi.

Ríkisstjórn Taiwans ætlar að segja af sér

Ríkisstjórn Taiwans ætlar að segja af sér eftir mikla gagnrýni á því hvernig hún brást við þegar fellibylurinn Morakot gekk yfir landið í ágúst síðastliðnum. Talið er að 758 manns hafi farist þegar fellibylurinn Morakot gekk yfir Taiwan í byrjun ágúst. Eignatjón var gífurlegt.

You talking to me?

Sérstök spjallsæti hafa verið sett í strætisvagna í Kaupmannahöfn.

Risarotta á meðal 40 nýuppgötvaðra dýrategunda

Hópur líffræðinga og sjónvarpsfólks frá breska ríkisútvarpinu BBC hefur uppgötvað áður óþekktar dýrategundir í gíg hins afskekkta Bosavi-eldfjalls sem er á hálendi Papúa Nýju-Gíneu.

Johnny Rotten hyggst endurvekja Public Image

Pönktónlistarmaðurinn John Lydon, betur þekktur sem Johnny Rotten úr hljómsveitinni Sex Pistols, hyggst vekja hljómsveit sína, Public Image Ltd, til lífsins á nýjan leik og halda í fimm daga langt tónleikaferðalag í desember.

Bandaríkin selja langmest af vopnum

Bandaríkjamenn seldu tæplega 70 prósent allra vopna sem seld voru á alþjóðavettvangi árið 2008 og jókst salan um helming það ár þrátt fyrir ástandið í efnahagsmálum heimsins.

Hanski Jacksons seldur fyrir sex milljónir

Hvítur hanski, sem Michael Jackson heitinn klæddist við brúðkaup sitt árið 1996, seldist á uppboði í Ástralíu í gær fyrir rúmlega sex milljónir króna.

Staðsetningartæki sett á hvítháfa

Vísindamenn í Massachusetts hafa fest staðsetningartæki við tvo hvítháfa sem sáust út af Cape Cod og er það í fyrsta sinn sem slík tæki eru fest á hvítháfa í Atlantshafi. Er þetta gert til að auðvelda rannsóknir á ferðum og hegðun hákarlanna.

Sjá næstu 50 fréttir