Erlent

Skotið á bát á Potomac ánni

Barack Obama bandaríkjaforseti var viðstaddur minningarathöfn við Pentagon í dag.
Barack Obama bandaríkjaforseti var viðstaddur minningarathöfn við Pentagon í dag.

Bandaríska strandgæslan skaut í dag á grunsamlegan bát sem sást á Potomac ánni sem rennur um höfuðborgina Washington. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í Bandaríkjunum í dag vegna þess að átta ár eru liðin frá árásunum þann 11. september 2001.

Minningarathöfn fór fram á sama tíma við varnarmálaráðuneytið Pentagon sem stendur nærri ánni í Virginíufylki þar sem Obama forseti lagði blómsveig til minningar þeim sem fórust í árásinni á Pentagon. Fréttastofa CNN segir að um sex skotum hafi verið skotið á bátinn sem fór inn á svæði sem siglingar höfðu verið bannaðar um tímabundið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×