Erlent

Fjölskylda breska hermannsins syrgir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
John Harrison.
John Harrison.

Fjölskylda Johns Harrison, breska hermannsins sem féll í bardaga við talibana þegar sérsveitir á vegum NATO björguðu blaðamanninum Stephen Farrell, er miður sín vegna atburðanna í Kunduz-héraðinu í Afganistan á miðvikudagsmorgun en Harrison lét þar lífið ásamt túlki Farrells. Málið hefur verið nokkuð áberandi, einkum vegna þess að Farrell og túlkurinn létu báðir aðvörunarorð sem vind um eyru þjóta og fóru inn á svæðið þar sem orrustuflugvél á vegum NATO sprengdi stolna eldsneytisflutningabíla í loft upp í síðustu viku. Farrell hefur þegar látið í ljós iðrun sína vegna hinna föllnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×