Erlent

Íran breytir ekki um stefnu í kjarnorkumálum

Mottaki segir að Íranir ætli ekki að breyta um stefnu í kjarnorkumálum.
Mottaki segir að Íranir ætli ekki að breyta um stefnu í kjarnorkumálum. Mynd/AP
Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, sagði í dag að hann geri ráð fyrir að greinargerð sem þeir sendu vesturlöndum gæti orðið grunnurinn að samningaviðræðum. Hann tók þó fram að Íranir myndu ekki gera breytingar á stefnu sinni í kjarnorkumálum.

Íranir halda því fram að kjarnorkustefna þeirra sé í öllum tilfellum friðsamleg. Bandaríkin hafa þegar sagt að þau séu tilbúin til að hefja samningaviðræður við Íran, þrátt fyrir að þeir vilji ekki ræða kjarnorkumál sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×