Erlent

Sex ár frá morðinu á Önnu Lindh

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anna Lindh var myrt fyrir sex árum síðan. Mynd/ AFP.
Anna Lindh var myrt fyrir sex árum síðan. Mynd/ AFP.
Í dag eru liðin 6 ár frá því að Anna Maria Lindh, þáverandi utanríkisráðherra Svíþjóðar, var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms. Í færslu á vefnum wikipedia.org kemur fram að Anna Lindh var 46 ára gömul þegar hún lést. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra.

Eins og fram hefur komið á Vísi í dag eru jafnframt liðin átta ár frá því að árás var gerð á Tvíburaturnana í New York með þeim afleiðingum að þúsundir manna létu lífið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×