Erlent

Líkamsárás vísað frá - Situr eftir með hálft höfuð

Mæðgin Nina og Steve Gator.
Mæðgin Nina og Steve Gator.

Hinn tuttugu og sex ára gamli Steve Gator var á leiðinni heim þegar unglingspiltar réðust á hann. Þeir kýldu hann með þeim afleiðingum að hann féll með höfuðið í götuna og stórslasaðist. Gator, sem áður vann á lyftara, var í dái í tvær vikur.

Læknarnir mátu sem svo að það væru 15 prósent líkur á því að hann héldi lífi. Gator sigraði hinsvegar líkurnar og vaknaði á ný. Aftur á móti var skaðinn slíkur að fjarlæga þurfti hluta af höfuðkúpu hans eftir árásina.

Hann er verulega heilaskaddaður auk þess að bera hrikalegt útlitslegt lýti.

Tveir unglingspiltar voru handteknir vegna árásarinnar en málinu var vísað frá fyrir stuttu. Dómarinn sagði að það væru ónógar sannanir fyrir hendi.

Móðir Gators, Nina, er æf yfir frávísuninni. Hún segir að það þurfi ekki annað en að horfa á son sinn til þess að átta sig á því að það séu nægar sannanir í málinu. Sjálf sinnir hún syni sínum alfarið og þurfti að hætta að vinna vegna þessa.

Nina telur málið snúast um peninga. Að ríkið vilji ekki eyða peningum í málssóknina.

Saksóknari segir hinsvegar að það séu ekki nægilega miklar líkur til þess að fá sakfellingu í málinu. Því var árásarmálinu hrottalega vísað frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×