Erlent

Gíslatökumálið í Afganistan rætt

David Miliband.
David Miliband.

Breski utanríkisráðherrann David Miliband hefur varið þá ákvörðun sína að senda sérsveit breska hersins til þess að bjarga blaðamanni sem haldið var í gíslingu í Afganistan. Blaðamanninum var bjargað en fjórir létust í aðgerðinni, þar á meðal afganskur túlkur blaðamannsins og breskur hermaður. Auk þeirra létust tveir óbreyttir borgarar í skotbardaga sem braust út á milli Bretanna og gíslatökumanna. Fréttamenn í Afganistan hafa gagnrýnt aðgerðina harðlega og fullyrða að samkomulag um lausn málsins hafi nánast verið í höfn þegar ákveðið var að gera árás. Miliband staðhæfir hins vegar að allar færar leiðir hafi verið skoðaðar og að eina mögulega niðurstaðan hafi verið sú að freista þess að bjarga gíslunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×