46 milljónir búa við ekkert öryggisnet 11. september 2009 04:30 Obama ávarpar sameinað þing Bandaríkjaforseti leggur mikla áherslu á að koma þessu baráttumáli sínu í gegnum þingið.fréttablaðið/AP „Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann hefur í allt sumar reynt að sannfæra þingmenn beggja flokka, marga demókrata en einkum þó repúblíkana, um nauðsyn þess að samþykkja frumvarp hans um að allir Bandaríkjamenn fái heilbrigðistryggingar. Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna sendi í gær frá sér nýjar tölur þar sem segir að fjöldi ótryggðra sé kominn upp í 46,3 milljónir. Þessi hópur fær enga fjárhagsaðstoð, hvorki frá ríki né tryggingafélögum, ef hann missir heilsuna. „Við erum eina lýðræðisríkið, eina þróaða lýðræðisríkið, eina auðuga þjóðin, sem lætur milljónir íbúa sinna búa við slíkt harðræði,“ sagði Obama í ræðu sinni. „Þau sameiginlegu mistök okkar að rísa ekki undir þessu verkefni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, hefur leitt okkur fram á heljarþröm. Allir skilja það ótrúlega harðræði sem hinir ótryggðu búa við, að aðeins þurfi eitt slys eða sjúkdóm til að gjaldþrot blasi við þeim.“ Ræðan var flutt til þess að blása nýju lífi í umræðuna, en óvíst er hvort honum tókst að sannfæra andstæðinga sína svo nokkru næmi. Repúblikaninn John McCain, fyrrverandi mótframbjóðandi hans um forsetaembættið, sagðist sammála því að eitthvað þyrfti að gera varðandi heilbrigðistryggingar, en bætti því við að ef frumvarpið ætti að verða að lögum yrði að gera meira til að friða róttækan minnihlutahóp í Repúblikanaflokknum. „Við verðum að gera þetta, en þetta verður að vera verk beggja flokka,“ sagði McCain. Demókratar hafa hins vegar takmarkaða þolinmæði til að draga málið enn á langinn. Max Baucus, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, sagðist á miðvikudag ætla að fá málið afgreitt, með eða án repúblikana. Mikill hiti er í repúblikönum vegna málsins. Einn þingmanna þeirra, Joe Wilson, hrópaði „þú lýgur!“ að Obama í miðri ræðunni, en uppskar fyrir vikið harða gagnrýni jafnt demókrata sem margra repúblikana, enda ekki venjan að bauna slíku á forseta Bandaríkjanna þegar hann heldur ræðu í sameinuðu þingi. Wilson sá sig tilneyddan til að biðja Obama afsökunar á þessu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Sjá meira
„Ég er ekki fyrsti forsetinn til að taka upp þennan málstað, en ég er staðráðinn í að verða sá síðasti,“ sagði Barack Obama í ræðu sinni á þingi í fyrrakvöld, þar sem hann hvatti til þess að viðamiklar breytingar yrðu gerðar á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Hann hefur í allt sumar reynt að sannfæra þingmenn beggja flokka, marga demókrata en einkum þó repúblíkana, um nauðsyn þess að samþykkja frumvarp hans um að allir Bandaríkjamenn fái heilbrigðistryggingar. Manntalsskrifstofa Bandaríkjanna sendi í gær frá sér nýjar tölur þar sem segir að fjöldi ótryggðra sé kominn upp í 46,3 milljónir. Þessi hópur fær enga fjárhagsaðstoð, hvorki frá ríki né tryggingafélögum, ef hann missir heilsuna. „Við erum eina lýðræðisríkið, eina þróaða lýðræðisríkið, eina auðuga þjóðin, sem lætur milljónir íbúa sinna búa við slíkt harðræði,“ sagði Obama í ræðu sinni. „Þau sameiginlegu mistök okkar að rísa ekki undir þessu verkefni, ár eftir ár, áratug eftir áratug, hefur leitt okkur fram á heljarþröm. Allir skilja það ótrúlega harðræði sem hinir ótryggðu búa við, að aðeins þurfi eitt slys eða sjúkdóm til að gjaldþrot blasi við þeim.“ Ræðan var flutt til þess að blása nýju lífi í umræðuna, en óvíst er hvort honum tókst að sannfæra andstæðinga sína svo nokkru næmi. Repúblikaninn John McCain, fyrrverandi mótframbjóðandi hans um forsetaembættið, sagðist sammála því að eitthvað þyrfti að gera varðandi heilbrigðistryggingar, en bætti því við að ef frumvarpið ætti að verða að lögum yrði að gera meira til að friða róttækan minnihlutahóp í Repúblikanaflokknum. „Við verðum að gera þetta, en þetta verður að vera verk beggja flokka,“ sagði McCain. Demókratar hafa hins vegar takmarkaða þolinmæði til að draga málið enn á langinn. Max Baucus, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, sagðist á miðvikudag ætla að fá málið afgreitt, með eða án repúblikana. Mikill hiti er í repúblikönum vegna málsins. Einn þingmanna þeirra, Joe Wilson, hrópaði „þú lýgur!“ að Obama í miðri ræðunni, en uppskar fyrir vikið harða gagnrýni jafnt demókrata sem margra repúblikana, enda ekki venjan að bauna slíku á forseta Bandaríkjanna þegar hann heldur ræðu í sameinuðu þingi. Wilson sá sig tilneyddan til að biðja Obama afsökunar á þessu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Sjá meira