Erlent

Rauði ræninginn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bankaræningi nokkur í Odder á Austur-Jótlandi hafði ekki heppnina með sér þegar hann hljóp á brott með feng sinn. Málningarsprengja í peningabúnti, sem hann hafði nælt sér í, sprakk og var lögregla ekki nema 20 mínútur að finna ræningjann, sem var ataður rauðri málningu og nokkuð áberandi fyrir vikið. Málningarsprengjum er gjarnan komið fyrir í öryggistöskum peningaflutningamanna og öðrum mögulegum ránsfeng. Fari þær út fyrir ákveðið svæði án þess að þær séu gerðar óvirkar springa þær og auðkenna þannig þjófinn. Sumar töskur eru einnig þannig útbúnar að þær hitna upp í mörg hundruð gráður sé þeim stolið og þá frekar óþægilegt að vera í návist þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×