Fleiri fréttir Skotið á danska lögregluþjóna í nótt Skotið var á tvo lögregluþjóna í úthverfi Óðinsvéa í Danmörku í nótt þegar þeir reyndu að handsama mann sem lenti í árekstri eftir glæfraakstur. Lögreglan hafði veitt manninum eftirför sem endaði með árekstri. 14.8.2009 08:05 Karzai leiðir í könnunum í Afganistan Sitjandi forseti Afganistans, Hamid Karzai fær mest fylgi í komandi forsetakosningum í landinu samkvæmt nýrri könnun sem greint hefur verið frá. Karzai fær þó ekki hreinan meirihluta og því þyrfti að kjósa aftur á milli hans og næsta manns ef útkoman í kosningunum sem fram fara í næstu viku verður á þessa leið. 14.8.2009 07:59 Bandaríkjamenn mótmæla lausn Lockerbie morðingja Bandaríkjamenn hafa lýst sig andsnúna þeim áformum breskra stjórnvalda að sleppa hryðjuverkamanninum al-Megrai úr fangelsi af mannúðarástæðum. 14.8.2009 07:57 Tævan: Óttast að mörg hundruð hafi farist Yfirvöld í Tævan áætla nú að 390 manns hafi farist þegar aurskriða féll á þorpið Shiaolin um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld tjá sig um tölu látinna í þorpinu en fyrst óttuðust menn að um 700 manns hefðu grafist undir þegar skriðan sópaði þorpinu bókstaflega í burtu. 14.8.2009 07:55 Örlög týnda rússneska skipsins eru enn ráðgáta Örlög rússneska flutningaskipsins Arctic Sea, sem hvarf á Ermarsundi fyrir rúmlega hálfum mánuði, eru enn hulin ráðgáta. Ekkert hefur spurst til skipsins síðan 28. júlí. 14.8.2009 05:15 Þúsundir mótmæla meðferð á flóttamönnum í Kaupmannahöfn Danska lögreglan réðst snemma í gærmorgun inn í Brorsonkirkju í Kaupmannahöfn og handtók írakska flóttamenn, sem hafa haft þar afdrep undanfarið. 14.8.2009 05:00 Virkar ekki sem skyldi Bandaríkjastjórn hefur undanfarið boðið eigendum gamalla bílskrjóða að skila þeim til förgunar en fá í staðinn peninga til að kaupa sér nýja eyðsluminni bifreið fyrir. 14.8.2009 04:00 Íran: Bönnum árásir á kjarnorkuver Stjórnvöld í Íran vilja að alþjóðlegt bann verði lagt við árásum á kjarnorkuver. 14.8.2009 04:00 Söguleg stund: Fleiri stúlkur fæðast en drengir Árið 2008 fæddust fleiri stúlkubörn í höfuðborg Indlands, Delí, en á árinu fæddust 1004 stúlkubörn fyrir hverja þúsund drengi. 13.8.2009 21:52 Edwards á barn með viðhaldinu John Edwards, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, á barn með fyrrum starfsmanni úr forsetaframboði hans, segir National Enquirer. Blaðið sagði í fyrra frá sambandi Edwards við konuna sem heitir Rielle Hunter. Edwards þurfti að taka faðernispróf eftir að Hunter krafðist þess að fá meðlag frá Edwards. Edwards er giftur en eiginkona hans segist ekki vita hvort hann sé faðir barnsins. 13.8.2009 13:09 Slasaðist á auga þegar iPhone sprakk Átján ára karlmaður í Frakklandi slasaðist á auga þegar iPhone sími kærustu hans sprakk við venjulega notkun. Fleiri dæmi eru um að iPhone tæki hafi sprungið. Yfirvöld í Japan hafa einnig hafið rannsókn á því af hverju blossar stóðu út úr tónhlöðu af gerðinni iPod nano meðan hann var í hleðslu. 13.8.2009 12:08 Argentínskur hershöfðingi í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi hershöfðingi í her Argentínu hefur verið dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir þáttöku sína í skítuga stríðinu svokallaða. Santiago Omar Riveras, sem nú er 86 ára gamall, var yfirmaður illræmds gæsluvarðhaldsfangelsis í Buenos Aires á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentíu á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. 13.8.2009 09:43 Hart barist á Fillipseyjum Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir bardaga á suðurhluta Fillipseyja í nótt að því er yfirmaður hersins þar í landi greinir frá. 23 stjórnarhermenn og 20 skæruliðar féllu í bardaga sem braust út þegar hermenn gerðu árás á búðir íslamskra skæruliða sem kenna sig við Abu Sayyaf. 13.8.2009 09:37 Var týnda skipið í smyglferð? Enn hefur ekkert spurst til flutningaskipsins Arctic Sea sem hvarf á Ermasundi fyrir hálfum mánuði. Rússneski flotinn skipuleggur nú leitina að skipinu en málið þykir allt hið dularfyllsta. 13.8.2009 09:34 Lockerbie sprengjuvargur gæti losnað í næstu viku Líbíumaður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir nokkrum árum fyrir aðild sína að Lockerbie sprengingunni svokölluðu sleppur mögulega úr fangelsi í næstu viku af mannúðarástæðum. 13.8.2009 09:28 Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13.8.2009 08:40 Endurnýjun í forystu Fatah Mikil endurnýjun hefur orðið í miðstjórn palestínsku Fatah-samtakanna eftir nýafstaðnar kosningar, þær fyrstu innan samtakanna síðan 1989. 13.8.2009 05:00 Pyntingastjóri Pol Pot biður um hörðustu refsingu Kaing Guek Eav, fyrrverandi fangelsisstjóri í alræmdasta fangelsi ógnarstjórnar Pol Pot í Kambódíu, krefst þess að fá þyngstu refsingu fyrir glæpi sína. 13.8.2009 04:45 Sakaði Kínverja um kúgun Kínverski lýðræðis-sinninn Rebiya Kadeer hefur sakað kínversk stjórnvöld um að notfæra sér styrkleika sinn á efnahagssviðinu til að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á stefnu sína í mannréttindamálum. 13.8.2009 04:45 Óheimilt að loka mörkuðum Samkvæmt úrskurði Heimsviðskiptastofnunarinnar WTO mega kínversk stjórnvöld ekki banna bandarískum afþreyingarfyrirtækjum að eiga viðskipti beint við einstaklinga og einkafyrirtæki í Kína. 13.8.2009 03:45 Hreinlæti fækkar svínaflensusmitum í Bretlandi Svínaflensusmitum í Bretlandi hefur fækkað talsvert undanfarið. Á fréttavef Sky eru leiddar að því líkur að aukið hreinlæti gæti hugsanlega spilað þar inn í. 12.8.2009 23:37 Senda 4000 hermenn til björgunarstarfa Yfirvöld í Taívan hafa nú ákveðið að senda fjögurþúsund hermenn til að aðstoða við björgunarstörf í suðurhluta landsins eftir að fellibylurinn Morakot gekk þar yfir. 12.8.2009 22:03 Greiddi matarskuld þrettán árum of seint Maður sem stakk af frá reikningnum á veitingahúsi í Bretlandi hefur nú greitt skuld sína að fullu, þrettán árum síðar. 12.8.2009 21:13 Átök Breta og Hollendinga Fimmtán manns voru handteknir fyrir slagsmál áður en vináttuleikur breska landsliðsins í fótbolta við Hollendinga hófst í kvöld. Fótboltabullunum lenti saman með fremur ofbeldisfullum hætti í miðbæ Amsterdam í dag. 12.8.2009 20:43 Sarkozy og Bruni hyggja á barneignir fyrir kosningabaráttu Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy hyggjast eignast fyrsta barn sitt saman árið 2011, eftir því sem fullyrt er í franska blaðinu Voici. Tímasetningin er engin tilviljun því barneignirnar munu marka upphafið að kosningabaráttu forsetans því. Sarkozy á þrjú börn með fyrrum eiginkonu sinni en Carla Bruni á einn son. 12.8.2009 17:03 Starfsmenn Rio Tinto ákærðir í Kína Kínversk lögregluyfirvöld hafa nú formlega handtekið og ákært fjóra starfsmenn alþjóðlega námu- og álrisans Rio Tinto í Kína. Fyrirtækið á og rekur álver og námur víða um heim, þar á meðal álverið í Straumsvík. 12.8.2009 12:38 Bíræfnir skartgripaþjófar í London Lögreglan á Bretlandseyjum leitar nú logandi ljósi að þjófum sem komust undan með gimsteina að andvirði um átta milljarða íslenskra króna en um er að ræða stærsta gimsteinarán í breskri sögu. 12.8.2009 09:21 Costa Rica: Forsetinn með svínaflensu Forseti Costa Rica hefur greinst með Svínaflensu og er sennilegast fyrsti þjóðhöfðinginn til þess að greinast með sjúkdóminn sem nú fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Oscar Arias veiktist á sunnudag og í gær staðfestu læknar hans að hann væri smitaður af H1N1 veirunni. 12.8.2009 08:26 Þvinguðu þroskahefta til að slást Sjö fyrrverandi starfsmenn í skóla fyrir þroskahefta í Texas er nú fyrir rétti í ríkinu en þeir eru ákærðir fyrir að skipuleggja slagsmál á milli nemenda skólans. Málið komst upp þegar lögregla fann síma eins starfsmannsins með yfir tuttugu myndböndum sem sýndu nemendur að berja á hvorum öðrum. Málið hefur vakið mikla athygli í Texas en á myndunum sjást starfsmennirnir þvinga nemendurna til þess að slást. 12.8.2009 08:25 Sjónvarpsstjarna fyrirskipaði morð til að auka áhorfið Lögreglan í Brasilíu sakar þekktan sjónvarsmann um að fyrirskipa morð til þess að auka áhorf á sjónvarpsþætti sínum. Wallace Souza, sem einnig situr á brasílíska þinginu fyrir Amazon fylkið, er með sjónvarpsþátt sem varpar kastljósinu á ýmis glæpamál í fylkinu. 12.8.2009 08:19 700 sluppu undan skriðum á Tævan Um 700 manns sem saknað hefur verið á Tævan frá því fellibylurinn Morakot gekk þar yfir hafa fundist á lífi að því er yfirmenn hersins á eyjunni segja. Á meðal þeirra sem fundist hafa á lífi eru 200 íbúar þorpsins Shiaolin sem fór bókstaflega á kaf í gríðarlegum aurskriðum sem féllu í kjölfar bylsins. Að minnsta kosti 60 eru látnir en óttast er að íbúar í um það bil hundrað húsum í Shiaolin hafi grafist undir skriðunum. Ekkert hefur enn til þeirra spurst. 12.8.2009 08:17 Sex aðkomumenn drepnir í Sómalíu Sex í það minnsta voru drepnir í árás á mosku í Sómalíu í morgun. Árásin var gerð í sjálfstjórnarhéraðinu Puntland en hinir látnu voru aðkomumenn sem talið er að hafi komið frá Pakistan í gær klæddir eins og íslamskir klerkar. Grímuklæddir menn réðust hins vegar á þá í morgun og skutu til bana. 12.8.2009 08:04 Níræður í lífstíðarfangelsi: Lét sprengja fólk í loft upp Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í gær Josef Schöngraber, níræðan fyrrverandi foringja í þýska hernum, í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi. 12.8.2009 04:00 Káfaði á brjóstunum á Mínu Mús Sextugur maður hefur verið sakfelldur fyrir að káfa á konu í Mínu Músar búningi í Disney skemmtigarðinum á Flórída. 11.8.2009 21:44 Ísland tilbúið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Burma Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sé meira en tilbúin til þess að taka þátt í alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Burma. Aung San Suu Kyi hefur enn einu sinni verið dæmd til fangelsisvistar. 11.8.2009 20:23 Viðurkenna að hafa handtekið 4000 manns Yfirvöld í Íran segja allt að fjögurþúsund manns hafa verið tekin höndum í kjölfar mótmæla vegna forsetakosninga þar í landi í júní. Það er mun meiri fjöldi en áður hafði verið gefinn til kynna. 11.8.2009 20:20 Clinton fordæmir nauðganir í Lýðveldinu Kongó Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi nauðgangir í Lýðveldinu Kongó þegar hún heimsótti flóttamannabúðir í austurhluta landsins í dag. Heimildir BBC herma að kynferðisbrotamenn í landinu séu ekki sóttir til saka fyrir níðingsverk sín og að tíðni kynferðisglæpa hafi aukist mikið frá því í janúar. 11.8.2009 15:40 Önnur „jörð“ fundin Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið það himintungl sem helst líkist jörðinni. Þessi „tvífari jarðarinnar“ er Títan eitt af tunglum Satúrnusar. Vísindamenn hafa notað ratsjá geimfarsins Cassinis til þess að sjá í gegnum þykkan lofthjúp Títans og kortleggja yfirborðið. 11.8.2009 12:20 Danir slaka á ströngum reglum Danir ætla að slaka á ströngum reglum sem gilda um opnunartíma verslana. Það verður jafnvel leyft að hafa vissar verslanir opnar á sunnudögum. 11.8.2009 12:14 Eunice Kennedy Shriver er látin Eunice Kennedy Shriver, systir forsetans fyrrverandi Johns F. Kennedy og móðir Maríu Shriver eiginkonu Arnolds Schwartzneggers er látin, 88 ára að aldri. Shriver var fædd árið 1921 og var sú fimmta í röð níu systkina. 11.8.2009 10:48 Níutíu ára gamall nasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, Josef Scheungraber, var dæmdur í lífstíðarfangelsi síðastliðinn þriðjudag fyrir morð á óbreyttum borgurum á Ítalíu í Seinni heimsstyrjöldinni. 11.8.2009 09:43 Hillary firrtist við þegar spurt var um Bill Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, virðist mikið í mun að koma fólki í skilning um það að hún sé ekki í skugga eiginmanns síns. Hillary var á fundi í Congo í gær þar sem hún svaraði spurningum háskólastúdenta við háskólann í Kinshasa. 11.8.2009 08:42 Miklar breytingar í stjórn Fata Fata samtökin í Palestínu hafa umbylt miðstjórn sinni í fyrstu kosningum innan samtakanna í tvo áratugi. Fimmtán nýir stjórnarmenn voru kjörnir en alls sitja átján í miðstjórn Fata, sem er flokkur Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínumanna. 11.8.2009 08:32 Eldflaugum rigndi yfir Peshawar Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að eldflaugaárás var gerð á pakistönsku borgina Peshawar í morgun. Lögreglustjórinn í borginni segir að um tólf flaugar hafi lent víðsvegar um borgina snemma í morgun. 11.8.2009 08:31 Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð Flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út í fimm ríkjum í gær í kjölfar öflugs jarðskjálfta við Andaman eyjaklasan í Indlandshafi í gærkvöldi var afturkölluð tveimur tímum síðar. Óttas var að flóðbylgur gætu skollið á Indlandi, Búrma, Tælandi, Indónesíu og í Bangladesh í kjölfar skjálftans sem mældist 7,6 á richter kvarðanum. 11.8.2009 08:23 Sjá næstu 50 fréttir
Skotið á danska lögregluþjóna í nótt Skotið var á tvo lögregluþjóna í úthverfi Óðinsvéa í Danmörku í nótt þegar þeir reyndu að handsama mann sem lenti í árekstri eftir glæfraakstur. Lögreglan hafði veitt manninum eftirför sem endaði með árekstri. 14.8.2009 08:05
Karzai leiðir í könnunum í Afganistan Sitjandi forseti Afganistans, Hamid Karzai fær mest fylgi í komandi forsetakosningum í landinu samkvæmt nýrri könnun sem greint hefur verið frá. Karzai fær þó ekki hreinan meirihluta og því þyrfti að kjósa aftur á milli hans og næsta manns ef útkoman í kosningunum sem fram fara í næstu viku verður á þessa leið. 14.8.2009 07:59
Bandaríkjamenn mótmæla lausn Lockerbie morðingja Bandaríkjamenn hafa lýst sig andsnúna þeim áformum breskra stjórnvalda að sleppa hryðjuverkamanninum al-Megrai úr fangelsi af mannúðarástæðum. 14.8.2009 07:57
Tævan: Óttast að mörg hundruð hafi farist Yfirvöld í Tævan áætla nú að 390 manns hafi farist þegar aurskriða féll á þorpið Shiaolin um síðustu helgi. Þetta er í fyrsta skipti sem stjórnvöld tjá sig um tölu látinna í þorpinu en fyrst óttuðust menn að um 700 manns hefðu grafist undir þegar skriðan sópaði þorpinu bókstaflega í burtu. 14.8.2009 07:55
Örlög týnda rússneska skipsins eru enn ráðgáta Örlög rússneska flutningaskipsins Arctic Sea, sem hvarf á Ermarsundi fyrir rúmlega hálfum mánuði, eru enn hulin ráðgáta. Ekkert hefur spurst til skipsins síðan 28. júlí. 14.8.2009 05:15
Þúsundir mótmæla meðferð á flóttamönnum í Kaupmannahöfn Danska lögreglan réðst snemma í gærmorgun inn í Brorsonkirkju í Kaupmannahöfn og handtók írakska flóttamenn, sem hafa haft þar afdrep undanfarið. 14.8.2009 05:00
Virkar ekki sem skyldi Bandaríkjastjórn hefur undanfarið boðið eigendum gamalla bílskrjóða að skila þeim til förgunar en fá í staðinn peninga til að kaupa sér nýja eyðsluminni bifreið fyrir. 14.8.2009 04:00
Íran: Bönnum árásir á kjarnorkuver Stjórnvöld í Íran vilja að alþjóðlegt bann verði lagt við árásum á kjarnorkuver. 14.8.2009 04:00
Söguleg stund: Fleiri stúlkur fæðast en drengir Árið 2008 fæddust fleiri stúlkubörn í höfuðborg Indlands, Delí, en á árinu fæddust 1004 stúlkubörn fyrir hverja þúsund drengi. 13.8.2009 21:52
Edwards á barn með viðhaldinu John Edwards, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum, á barn með fyrrum starfsmanni úr forsetaframboði hans, segir National Enquirer. Blaðið sagði í fyrra frá sambandi Edwards við konuna sem heitir Rielle Hunter. Edwards þurfti að taka faðernispróf eftir að Hunter krafðist þess að fá meðlag frá Edwards. Edwards er giftur en eiginkona hans segist ekki vita hvort hann sé faðir barnsins. 13.8.2009 13:09
Slasaðist á auga þegar iPhone sprakk Átján ára karlmaður í Frakklandi slasaðist á auga þegar iPhone sími kærustu hans sprakk við venjulega notkun. Fleiri dæmi eru um að iPhone tæki hafi sprungið. Yfirvöld í Japan hafa einnig hafið rannsókn á því af hverju blossar stóðu út úr tónhlöðu af gerðinni iPod nano meðan hann var í hleðslu. 13.8.2009 12:08
Argentínskur hershöfðingi í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi hershöfðingi í her Argentínu hefur verið dæmdur í lífsstíðarfangelsi fyrir þáttöku sína í skítuga stríðinu svokallaða. Santiago Omar Riveras, sem nú er 86 ára gamall, var yfirmaður illræmds gæsluvarðhaldsfangelsis í Buenos Aires á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentíu á áttunda og níunda áratugi síðustu aldar. 13.8.2009 09:43
Hart barist á Fillipseyjum Að minnsta kosti 43 eru látnir eftir bardaga á suðurhluta Fillipseyja í nótt að því er yfirmaður hersins þar í landi greinir frá. 23 stjórnarhermenn og 20 skæruliðar féllu í bardaga sem braust út þegar hermenn gerðu árás á búðir íslamskra skæruliða sem kenna sig við Abu Sayyaf. 13.8.2009 09:37
Var týnda skipið í smyglferð? Enn hefur ekkert spurst til flutningaskipsins Arctic Sea sem hvarf á Ermasundi fyrir hálfum mánuði. Rússneski flotinn skipuleggur nú leitina að skipinu en málið þykir allt hið dularfyllsta. 13.8.2009 09:34
Lockerbie sprengjuvargur gæti losnað í næstu viku Líbíumaður sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir nokkrum árum fyrir aðild sína að Lockerbie sprengingunni svokölluðu sleppur mögulega úr fangelsi í næstu viku af mannúðarástæðum. 13.8.2009 09:28
Slagsmál á Nörrebro í nótt Fimm danskir mótmælendur voru handteknir við kirkju á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt í kjölfar uppþots sem þar braust út. Fólkið var að mótmæla handtöku nítján innflytjenda frá Írak sem vísað hefur verið úr landi en flóttafólkið hafði leitað skjóls í kirkjunni. 13.8.2009 08:40
Endurnýjun í forystu Fatah Mikil endurnýjun hefur orðið í miðstjórn palestínsku Fatah-samtakanna eftir nýafstaðnar kosningar, þær fyrstu innan samtakanna síðan 1989. 13.8.2009 05:00
Pyntingastjóri Pol Pot biður um hörðustu refsingu Kaing Guek Eav, fyrrverandi fangelsisstjóri í alræmdasta fangelsi ógnarstjórnar Pol Pot í Kambódíu, krefst þess að fá þyngstu refsingu fyrir glæpi sína. 13.8.2009 04:45
Sakaði Kínverja um kúgun Kínverski lýðræðis-sinninn Rebiya Kadeer hefur sakað kínversk stjórnvöld um að notfæra sér styrkleika sinn á efnahagssviðinu til að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á stefnu sína í mannréttindamálum. 13.8.2009 04:45
Óheimilt að loka mörkuðum Samkvæmt úrskurði Heimsviðskiptastofnunarinnar WTO mega kínversk stjórnvöld ekki banna bandarískum afþreyingarfyrirtækjum að eiga viðskipti beint við einstaklinga og einkafyrirtæki í Kína. 13.8.2009 03:45
Hreinlæti fækkar svínaflensusmitum í Bretlandi Svínaflensusmitum í Bretlandi hefur fækkað talsvert undanfarið. Á fréttavef Sky eru leiddar að því líkur að aukið hreinlæti gæti hugsanlega spilað þar inn í. 12.8.2009 23:37
Senda 4000 hermenn til björgunarstarfa Yfirvöld í Taívan hafa nú ákveðið að senda fjögurþúsund hermenn til að aðstoða við björgunarstörf í suðurhluta landsins eftir að fellibylurinn Morakot gekk þar yfir. 12.8.2009 22:03
Greiddi matarskuld þrettán árum of seint Maður sem stakk af frá reikningnum á veitingahúsi í Bretlandi hefur nú greitt skuld sína að fullu, þrettán árum síðar. 12.8.2009 21:13
Átök Breta og Hollendinga Fimmtán manns voru handteknir fyrir slagsmál áður en vináttuleikur breska landsliðsins í fótbolta við Hollendinga hófst í kvöld. Fótboltabullunum lenti saman með fremur ofbeldisfullum hætti í miðbæ Amsterdam í dag. 12.8.2009 20:43
Sarkozy og Bruni hyggja á barneignir fyrir kosningabaráttu Nicolas Sarkozy og Carla Bruni-Sarkozy hyggjast eignast fyrsta barn sitt saman árið 2011, eftir því sem fullyrt er í franska blaðinu Voici. Tímasetningin er engin tilviljun því barneignirnar munu marka upphafið að kosningabaráttu forsetans því. Sarkozy á þrjú börn með fyrrum eiginkonu sinni en Carla Bruni á einn son. 12.8.2009 17:03
Starfsmenn Rio Tinto ákærðir í Kína Kínversk lögregluyfirvöld hafa nú formlega handtekið og ákært fjóra starfsmenn alþjóðlega námu- og álrisans Rio Tinto í Kína. Fyrirtækið á og rekur álver og námur víða um heim, þar á meðal álverið í Straumsvík. 12.8.2009 12:38
Bíræfnir skartgripaþjófar í London Lögreglan á Bretlandseyjum leitar nú logandi ljósi að þjófum sem komust undan með gimsteina að andvirði um átta milljarða íslenskra króna en um er að ræða stærsta gimsteinarán í breskri sögu. 12.8.2009 09:21
Costa Rica: Forsetinn með svínaflensu Forseti Costa Rica hefur greinst með Svínaflensu og er sennilegast fyrsti þjóðhöfðinginn til þess að greinast með sjúkdóminn sem nú fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Oscar Arias veiktist á sunnudag og í gær staðfestu læknar hans að hann væri smitaður af H1N1 veirunni. 12.8.2009 08:26
Þvinguðu þroskahefta til að slást Sjö fyrrverandi starfsmenn í skóla fyrir þroskahefta í Texas er nú fyrir rétti í ríkinu en þeir eru ákærðir fyrir að skipuleggja slagsmál á milli nemenda skólans. Málið komst upp þegar lögregla fann síma eins starfsmannsins með yfir tuttugu myndböndum sem sýndu nemendur að berja á hvorum öðrum. Málið hefur vakið mikla athygli í Texas en á myndunum sjást starfsmennirnir þvinga nemendurna til þess að slást. 12.8.2009 08:25
Sjónvarpsstjarna fyrirskipaði morð til að auka áhorfið Lögreglan í Brasilíu sakar þekktan sjónvarsmann um að fyrirskipa morð til þess að auka áhorf á sjónvarpsþætti sínum. Wallace Souza, sem einnig situr á brasílíska þinginu fyrir Amazon fylkið, er með sjónvarpsþátt sem varpar kastljósinu á ýmis glæpamál í fylkinu. 12.8.2009 08:19
700 sluppu undan skriðum á Tævan Um 700 manns sem saknað hefur verið á Tævan frá því fellibylurinn Morakot gekk þar yfir hafa fundist á lífi að því er yfirmenn hersins á eyjunni segja. Á meðal þeirra sem fundist hafa á lífi eru 200 íbúar þorpsins Shiaolin sem fór bókstaflega á kaf í gríðarlegum aurskriðum sem féllu í kjölfar bylsins. Að minnsta kosti 60 eru látnir en óttast er að íbúar í um það bil hundrað húsum í Shiaolin hafi grafist undir skriðunum. Ekkert hefur enn til þeirra spurst. 12.8.2009 08:17
Sex aðkomumenn drepnir í Sómalíu Sex í það minnsta voru drepnir í árás á mosku í Sómalíu í morgun. Árásin var gerð í sjálfstjórnarhéraðinu Puntland en hinir látnu voru aðkomumenn sem talið er að hafi komið frá Pakistan í gær klæddir eins og íslamskir klerkar. Grímuklæddir menn réðust hins vegar á þá í morgun og skutu til bana. 12.8.2009 08:04
Níræður í lífstíðarfangelsi: Lét sprengja fólk í loft upp Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í gær Josef Schöngraber, níræðan fyrrverandi foringja í þýska hernum, í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi. 12.8.2009 04:00
Káfaði á brjóstunum á Mínu Mús Sextugur maður hefur verið sakfelldur fyrir að káfa á konu í Mínu Músar búningi í Disney skemmtigarðinum á Flórída. 11.8.2009 21:44
Ísland tilbúið að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Burma Utanríkisráðherra segir að ríkisstjórnin sé meira en tilbúin til þess að taka þátt í alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Burma. Aung San Suu Kyi hefur enn einu sinni verið dæmd til fangelsisvistar. 11.8.2009 20:23
Viðurkenna að hafa handtekið 4000 manns Yfirvöld í Íran segja allt að fjögurþúsund manns hafa verið tekin höndum í kjölfar mótmæla vegna forsetakosninga þar í landi í júní. Það er mun meiri fjöldi en áður hafði verið gefinn til kynna. 11.8.2009 20:20
Clinton fordæmir nauðganir í Lýðveldinu Kongó Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi nauðgangir í Lýðveldinu Kongó þegar hún heimsótti flóttamannabúðir í austurhluta landsins í dag. Heimildir BBC herma að kynferðisbrotamenn í landinu séu ekki sóttir til saka fyrir níðingsverk sín og að tíðni kynferðisglæpa hafi aukist mikið frá því í janúar. 11.8.2009 15:40
Önnur „jörð“ fundin Stjörnufræðingar telja sig hafa fundið það himintungl sem helst líkist jörðinni. Þessi „tvífari jarðarinnar“ er Títan eitt af tunglum Satúrnusar. Vísindamenn hafa notað ratsjá geimfarsins Cassinis til þess að sjá í gegnum þykkan lofthjúp Títans og kortleggja yfirborðið. 11.8.2009 12:20
Danir slaka á ströngum reglum Danir ætla að slaka á ströngum reglum sem gilda um opnunartíma verslana. Það verður jafnvel leyft að hafa vissar verslanir opnar á sunnudögum. 11.8.2009 12:14
Eunice Kennedy Shriver er látin Eunice Kennedy Shriver, systir forsetans fyrrverandi Johns F. Kennedy og móðir Maríu Shriver eiginkonu Arnolds Schwartzneggers er látin, 88 ára að aldri. Shriver var fædd árið 1921 og var sú fimmta í röð níu systkina. 11.8.2009 10:48
Níutíu ára gamall nasisti dæmdur í lífstíðarfangelsi Fyrrverandi yfirmaður í þýska hernum, Josef Scheungraber, var dæmdur í lífstíðarfangelsi síðastliðinn þriðjudag fyrir morð á óbreyttum borgurum á Ítalíu í Seinni heimsstyrjöldinni. 11.8.2009 09:43
Hillary firrtist við þegar spurt var um Bill Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton, virðist mikið í mun að koma fólki í skilning um það að hún sé ekki í skugga eiginmanns síns. Hillary var á fundi í Congo í gær þar sem hún svaraði spurningum háskólastúdenta við háskólann í Kinshasa. 11.8.2009 08:42
Miklar breytingar í stjórn Fata Fata samtökin í Palestínu hafa umbylt miðstjórn sinni í fyrstu kosningum innan samtakanna í tvo áratugi. Fimmtán nýir stjórnarmenn voru kjörnir en alls sitja átján í miðstjórn Fata, sem er flokkur Mahmouds Abbas, leiðtoga Palestínumanna. 11.8.2009 08:32
Eldflaugum rigndi yfir Peshawar Að minnsta kosti tveir eru látnir eftir að eldflaugaárás var gerð á pakistönsku borgina Peshawar í morgun. Lögreglustjórinn í borginni segir að um tólf flaugar hafi lent víðsvegar um borgina snemma í morgun. 11.8.2009 08:31
Flóðbylgjuviðvörun afturkölluð Flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út í fimm ríkjum í gær í kjölfar öflugs jarðskjálfta við Andaman eyjaklasan í Indlandshafi í gærkvöldi var afturkölluð tveimur tímum síðar. Óttas var að flóðbylgur gætu skollið á Indlandi, Búrma, Tælandi, Indónesíu og í Bangladesh í kjölfar skjálftans sem mældist 7,6 á richter kvarðanum. 11.8.2009 08:23