Erlent

Hreinlæti fækkar svínaflensusmitum í Bretlandi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Handþvottur dregur úr smithættu.
Handþvottur dregur úr smithættu.
Svínaflensusmitum í Bretlandi hefur fækkað talsvert undanfarinn mánuð. Á fréttavef Sky eru leiddar að því líkur að aukið hreinlæti gæti hugsanlega spilað þar inn í.

Í það minnsta hefur sjaldan selst jafnmikið af bakteríudrepandi handáburði, sápu og álíka hreinlætisvöru þar í landi

Carex handgel er vinsælasti áburðurinn hjá þarlendum vefverslunum, en hann hefur selst næstum þrisvar sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Þá er aukningin mikil í öðrum hreinlætisvörum, hóstastillandi mixtúrum og kveflyfjum. Þá hefur sala á snýtubréfum einnig aukist.

Talsmaður Carex segir að þrátt fyrir að handsápusala hafi aukist mikið, sé mesta aukningin í bakteríudrepandi sápu.

„Fólk er greinilega orðið meira meðvitaðra um hreinlætið eftir svínaflensufaraldurinn, og um að besta leiðin til að forðast smit er að þvo eða hreinsa hendurnar reglulega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×