Erlent

Sex aðkomumenn drepnir í Sómalíu

MYND/AP
Sex í það minnsta voru drepnir í árás á mosku í Sómalíu í morgun. Árásin var gerð í sjálfstjórnarhéraðinu Puntland en hinir látnu voru aðkomumenn sem talið er að hafi komið frá Pakistan í gær klæddir eins og íslamskir klerkar. Grímuklæddir menn réðust hins vegar á þá í morgun og skutu til bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×